Hátíðarstemning á landsbyggðinni 21. júlí 2004 00:01 Hin árlega fjölskylduhátið, Á góðri stund í Grundarfirði, verður haldin þar í bæ um helgina. Dagskráin byrjar með grillveislu við veitingastaðinn Kaffi 59 á morgun þar sem Kalli Bjarni heimsækir gömlu æskuslóðirnar og skemmtir og gefur áritanir. Á laugardeginum verða sölutjöld á bryggjunni þar sem seldur verður ýmis konar varningur auk þess sem þar verða ýmis leiktæki eins og hoppukastalar, rafmagnsbílar og fleira. Bryggjuskemmtun verður haldin þar sem söngelskir grundfirskir krakkar syngja, Kaffibrúsakallarnir koma í heimsókn ásamt fleirum. Um kvöldið verður síðan slegið upp hverfahátíð og bryggjuballi með hinni grundfirsku hljómsveit FEIK. Góð skemmtun í Grundarfirði um helgina sem enginn má missa af ! Sjá nánar á www. grundarfjordur.is Hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis síldarævintýris Íslendinga verða haldin á Siglufirði um helgina þar sem Síldarminjasafnið verður með síldarsöltun, bryggjuball og harmónikuleik. Á laugardeginum munu Siglfirðingar og hátíðargestir taka á móti heiðursgestum og öðrum opinberum gestum með stuttri móttökudagskrá með tónlistaratriðum þar sem Karlakór Siglufjarðar syngur og fleira. Á torginu verður spiluð tónlist í anda síldaráranna og haldin verður útidansleikur á Ráðhústorginu. Þetta og margt fleira á Siglufirði um helgina. Sjá dagskrá á www.siglo.is Franskir dagar á Fáskrúðsfirði verða haldnir um helgina en það er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá þar sem undirstrikuð eru tengsl Fáskrúðsfjarðar og Frakklands. Á dagskránni verður meðal annars franska óperan Le Pays (Föðurlandið) eftir Ropartz frumflutt á Íslandi og einnig verður sýning sem byggð er á þjóðsögum sem gerst hafa á Fáskrúðsfirði. Hátíðin Vopnaskak á Vopnafirði verður formlega sett á morgun með hátíðardagskrá við Vopnafjarðarskóla þar sem verða leiktæki, mini golf, kassabílarall og fleira. Þá sýnir Pétur Pókus töfrabrögð og hljómsveitin Mannakorn leika nokkur lög ásamt mörgu fleiru. Á laugardeginum verður sandkastalakeppni og knattspyrnumót ásamt skipulagðri dagskrá á hátíðarsvæðinu sem stendur á milli 15:00-17:30. Um kvöldið verða haldnir fjölskyldutónleikar í félagsheimilinu Miklagarði. Á sunnudeginum verður Vesturfaradagurinn í Kaupvangi þar sem verður opið hús með veitingum, fyrirlestrum og vesturfarsmálefnum. Nánari dagskrá er hægt að nálgast á www.vopnafjordur.is Ferðalög Grundarfjörður Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hin árlega fjölskylduhátið, Á góðri stund í Grundarfirði, verður haldin þar í bæ um helgina. Dagskráin byrjar með grillveislu við veitingastaðinn Kaffi 59 á morgun þar sem Kalli Bjarni heimsækir gömlu æskuslóðirnar og skemmtir og gefur áritanir. Á laugardeginum verða sölutjöld á bryggjunni þar sem seldur verður ýmis konar varningur auk þess sem þar verða ýmis leiktæki eins og hoppukastalar, rafmagnsbílar og fleira. Bryggjuskemmtun verður haldin þar sem söngelskir grundfirskir krakkar syngja, Kaffibrúsakallarnir koma í heimsókn ásamt fleirum. Um kvöldið verður síðan slegið upp hverfahátíð og bryggjuballi með hinni grundfirsku hljómsveit FEIK. Góð skemmtun í Grundarfirði um helgina sem enginn má missa af ! Sjá nánar á www. grundarfjordur.is Hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis síldarævintýris Íslendinga verða haldin á Siglufirði um helgina þar sem Síldarminjasafnið verður með síldarsöltun, bryggjuball og harmónikuleik. Á laugardeginum munu Siglfirðingar og hátíðargestir taka á móti heiðursgestum og öðrum opinberum gestum með stuttri móttökudagskrá með tónlistaratriðum þar sem Karlakór Siglufjarðar syngur og fleira. Á torginu verður spiluð tónlist í anda síldaráranna og haldin verður útidansleikur á Ráðhústorginu. Þetta og margt fleira á Siglufirði um helgina. Sjá dagskrá á www.siglo.is Franskir dagar á Fáskrúðsfirði verða haldnir um helgina en það er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá þar sem undirstrikuð eru tengsl Fáskrúðsfjarðar og Frakklands. Á dagskránni verður meðal annars franska óperan Le Pays (Föðurlandið) eftir Ropartz frumflutt á Íslandi og einnig verður sýning sem byggð er á þjóðsögum sem gerst hafa á Fáskrúðsfirði. Hátíðin Vopnaskak á Vopnafirði verður formlega sett á morgun með hátíðardagskrá við Vopnafjarðarskóla þar sem verða leiktæki, mini golf, kassabílarall og fleira. Þá sýnir Pétur Pókus töfrabrögð og hljómsveitin Mannakorn leika nokkur lög ásamt mörgu fleiru. Á laugardeginum verður sandkastalakeppni og knattspyrnumót ásamt skipulagðri dagskrá á hátíðarsvæðinu sem stendur á milli 15:00-17:30. Um kvöldið verða haldnir fjölskyldutónleikar í félagsheimilinu Miklagarði. Á sunnudeginum verður Vesturfaradagurinn í Kaupvangi þar sem verður opið hús með veitingum, fyrirlestrum og vesturfarsmálefnum. Nánari dagskrá er hægt að nálgast á www.vopnafjordur.is
Ferðalög Grundarfjörður Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp