Stærsta kvikmynd Íslandssögunnar 23. júlí 2004 00:01 Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi. Beowulf and Grendel, eins og kvikmyndin nefnist á ensku, er án efa langstærsta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Áætlaður kostnaður við myndina er 12,6 milljónir dollara en til samanburðar má geta þess að flestar íslenskar kvikmyndir kosta um 2 milljónir dollara. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem framleiðir kvikmyndina ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns starfi að kvikmyndinni. Breski leikarinn Gerard Butler á meðal annars að baki hlutverk í bíómyndunum Timeline og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en í desember er væntanleg stór söngleikjamynd þar sem leikarinn er í aðalhlutverki. Myndin nefnist The Phantom of the Opera og byggir á hinum sívinsæla söngleik Andrew Lloyd Webber. Talið er líklegt að Gerard Butler skjótist upp á stjörnuhimininn eftir The Phantom of the Opera en myndin, sem er í leikstjórn Joels Schumacher, meðal annars þekktur fyrir 8MM, Batman & Robin og The Client, er aðaljólamyndin í ár og með Gerard Butler í broddi fylkingar ætti stórmyndin að greiða leiðina fyrir Bjólfskviðu. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið ráðinn til að fara með stórt hlutverk í Bjólfskviðu ásamt hinni 25 ára gömlu Söruh Polley sem fer með stærsta kvenhlutverkið í myndinni. Sarah Polley er kanadísk leikkona sem á, þrátt fyrir ungan aldur, yfir 40 kvikmyndir að baki enda hóf hún feril sinn aðeins sex ára gömul. Kvikmyndin er byggð á Bjólfskviðu sem er fornenskt kvæði sem er talið hafa varðveist frá fyrri hluta 8. aldar. Kvæðið er meðal annars talið hafa verið innblástur fyrir J.R. Tolkien að Hringadróttinssögu. Það er greinilegt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þessa dagana því Hollywood-gengið hjá Warner Bros-kvikmyndum hafa gefið út að þeir séu einnig að stefna á kvikmynd byggða á Bjólfskviðu. Íslendingar verða þó fyrri til að búa til kvikmynd upp úr þessu forna enska kvæði en tæpir þrír mánuðir eru áætlaðir í tökur nú á haustmánuðum og áætluð frumsýning er á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005. Tökur á Bjólfskviðu fara aðallega fram í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði og ef allt fer að óskum stefnir í að Bjólfskviða verði ein stærsta Íslandskynning sem um hefur getið. Því þó að Bjólfskviða sé skotin á ensku og framleidd með alþjóðlegu fjármagni verður öll kvikmyndin tekin hér á landi og verður íslensk náttúra, landslag og saga í aðalhlutverki væntanlegrar stórmyndar. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Sturla Gunnarsson, er jafnframt íslenskur en Sturla flutti til Kanada aðeins fimm ára gamall og hefur starfað alla sína ævi í Norður-Ameríku og Kanada en þar hefur hann leikstýrt fjöldamörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi. Beowulf and Grendel, eins og kvikmyndin nefnist á ensku, er án efa langstærsta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Áætlaður kostnaður við myndina er 12,6 milljónir dollara en til samanburðar má geta þess að flestar íslenskar kvikmyndir kosta um 2 milljónir dollara. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem framleiðir kvikmyndina ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns starfi að kvikmyndinni. Breski leikarinn Gerard Butler á meðal annars að baki hlutverk í bíómyndunum Timeline og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en í desember er væntanleg stór söngleikjamynd þar sem leikarinn er í aðalhlutverki. Myndin nefnist The Phantom of the Opera og byggir á hinum sívinsæla söngleik Andrew Lloyd Webber. Talið er líklegt að Gerard Butler skjótist upp á stjörnuhimininn eftir The Phantom of the Opera en myndin, sem er í leikstjórn Joels Schumacher, meðal annars þekktur fyrir 8MM, Batman & Robin og The Client, er aðaljólamyndin í ár og með Gerard Butler í broddi fylkingar ætti stórmyndin að greiða leiðina fyrir Bjólfskviðu. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið ráðinn til að fara með stórt hlutverk í Bjólfskviðu ásamt hinni 25 ára gömlu Söruh Polley sem fer með stærsta kvenhlutverkið í myndinni. Sarah Polley er kanadísk leikkona sem á, þrátt fyrir ungan aldur, yfir 40 kvikmyndir að baki enda hóf hún feril sinn aðeins sex ára gömul. Kvikmyndin er byggð á Bjólfskviðu sem er fornenskt kvæði sem er talið hafa varðveist frá fyrri hluta 8. aldar. Kvæðið er meðal annars talið hafa verið innblástur fyrir J.R. Tolkien að Hringadróttinssögu. Það er greinilegt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þessa dagana því Hollywood-gengið hjá Warner Bros-kvikmyndum hafa gefið út að þeir séu einnig að stefna á kvikmynd byggða á Bjólfskviðu. Íslendingar verða þó fyrri til að búa til kvikmynd upp úr þessu forna enska kvæði en tæpir þrír mánuðir eru áætlaðir í tökur nú á haustmánuðum og áætluð frumsýning er á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005. Tökur á Bjólfskviðu fara aðallega fram í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði og ef allt fer að óskum stefnir í að Bjólfskviða verði ein stærsta Íslandskynning sem um hefur getið. Því þó að Bjólfskviða sé skotin á ensku og framleidd með alþjóðlegu fjármagni verður öll kvikmyndin tekin hér á landi og verður íslensk náttúra, landslag og saga í aðalhlutverki væntanlegrar stórmyndar. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Sturla Gunnarsson, er jafnframt íslenskur en Sturla flutti til Kanada aðeins fimm ára gamall og hefur starfað alla sína ævi í Norður-Ameríku og Kanada en þar hefur hann leikstýrt fjöldamörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist