Knár og þéttur á velli 23. júlí 2004 00:01 Tucson heitir hann og er nýjasti bíllinn frá Hyundai, væntanlegur á íslenskan bílamarkað í haust. Tucson er jepplingur í minni kantinum, litli bróðir Santa Fe jepplingsins sem notið hefur mikilla vinsælda frá því hann kom á markað árið 2000. Litli bróðir er hann þó einkum, ef ekki eingöngu, í þeim skilningi að hann er minni um sig en Santa Fe því þegar komið er að öðrum eiginleikum er hreint ekki hægt að segja að hann sé minni. Bíllinn verður fáanlegur bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn en ætla verður að það verði fyrst og fremst sá fjórhjóladrifni sem muni njóta hylli íslenskra neytenda. Góður við allar aðstæður: Hyundai og B & L, umboðsaðili Hyundai á Íslandi, bauð á dögunum til kynningar og reynsluaksturs á Tucson í Lettlandi. Dvalið var í Riga og bílnum ekið í borginni og næsta nágrenni hennar. Ekið var í borg, á hraðbrautum og sveitavegum, bæði malbikuðum og malar- og moldarvegum. Allur var aksturinn þó á láglendi enda ekki öðru til að dreifa í því láglenda landi Lettlandi og brattasta brekkan sem ekin var reyndist vera í bílastæðahúsi í miðbæ Riga. Tvær útfærslur á bílnum voru prófaðar, sjálfskiptur bensínbíll með möguleika á að skipta yfir í beinskiptingu. Hinn var beinskiptur dísilbíll. Báðir bílarnir voru skemmtilegir í akstri, aflmiklir og lágu vel á vegi, líka á ójöfnum vegum, bæði þurrum malarvegum sem voru lausir í sér og blautum og nokkuð leirkenndum vegum. Þeir fóru einstaklega hratt og áreynslulaust af lítilli ferð í mikinn hraða og högguðust ekki þótt hraðinn væri kominn á annað hundraðið. Þannig gefur Tucsoninn ökumanni tilfinningu bæði fyrir öryggi og gæðum. Samanburður á þessum tveimur bílum var bensínbílnum í hag á þann hátt að hann reyndist snarpari. Lagt upp úr þægindum@megin: Að innan er bíllinn skemmtilegur, með geymsluhólfum, glasahöldurum og öðru tilheyrandi. Mælaborðið er klassískt og aðgengilegt og sömuleiðis hnappar og takkar. Sætin í bílnum er afar þægileg, halda vel utan um mann og eru hvorki of mjúk né hörð. Að sjálfsögðu má með einföldum hætti stilla bæði bak og sæti, eins og orðið er nær alsiða í nýjum bílum þannig að bílstjórinn á að geta látið fara eins vel um sig og kostur er á akstrinum. Sætin eru í þægilegri hæð miðað við götu þannig að sest er beint inn í bílinn, hvorki niður né upp. Rými fyrir farþega er gott, bæði fram í og aftur í. Af sjálfu leiðir að farangursrýmið er ekki sérstaklega stórt enda ekki von í bíl sem er ekki nema 4,325 metrar á lengd. Ef hins vegar aðeins eru tveir á ferð í má leggja niður aftursætin og eykst þá farangursrýmið úr 644 lítrum í 1856. Líklegur til vinsælda Hyundai Tucson er fallegur bíll, rennilegur og ekki kubbslegur eins og minni jepplingar hafa tilhneigingu til að vera. Markhópurinn er ungt fólk með hraðan og athafnsaman lífsstíl. Ekki verður annað séð en að Tucson henti afar vel íslenskum neytendum. Í honum fer saman skemmtilegur ferðabíll fyrir einstaklinga og fjölskyldur að vísitölustærð (ef fjölskyldan er stærri fer að þrengja að) og lipur bíll í daglegt snatt innanbæjar. Sem sagt ekki ástæða til annars en að ætla að Tucson verði ekki síður vinsæll meðal íslenskra neytenda en Santa Fe. Forráðamenn Hyundai-verksmiðjanna setja enda markið hátt, ætla að selja 200 þúsund bíla fyrir árið 2006, þar af 65 þúsund í Evrópu. Verðið á bílnum liggur ekki endanlega fyrir en gera má ráð fyrir að það verði um 10% lægra en á Santa Fe eða frá um 2.450.000 upp í um 2.700.000 krónur. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Tucson heitir hann og er nýjasti bíllinn frá Hyundai, væntanlegur á íslenskan bílamarkað í haust. Tucson er jepplingur í minni kantinum, litli bróðir Santa Fe jepplingsins sem notið hefur mikilla vinsælda frá því hann kom á markað árið 2000. Litli bróðir er hann þó einkum, ef ekki eingöngu, í þeim skilningi að hann er minni um sig en Santa Fe því þegar komið er að öðrum eiginleikum er hreint ekki hægt að segja að hann sé minni. Bíllinn verður fáanlegur bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn en ætla verður að það verði fyrst og fremst sá fjórhjóladrifni sem muni njóta hylli íslenskra neytenda. Góður við allar aðstæður: Hyundai og B & L, umboðsaðili Hyundai á Íslandi, bauð á dögunum til kynningar og reynsluaksturs á Tucson í Lettlandi. Dvalið var í Riga og bílnum ekið í borginni og næsta nágrenni hennar. Ekið var í borg, á hraðbrautum og sveitavegum, bæði malbikuðum og malar- og moldarvegum. Allur var aksturinn þó á láglendi enda ekki öðru til að dreifa í því láglenda landi Lettlandi og brattasta brekkan sem ekin var reyndist vera í bílastæðahúsi í miðbæ Riga. Tvær útfærslur á bílnum voru prófaðar, sjálfskiptur bensínbíll með möguleika á að skipta yfir í beinskiptingu. Hinn var beinskiptur dísilbíll. Báðir bílarnir voru skemmtilegir í akstri, aflmiklir og lágu vel á vegi, líka á ójöfnum vegum, bæði þurrum malarvegum sem voru lausir í sér og blautum og nokkuð leirkenndum vegum. Þeir fóru einstaklega hratt og áreynslulaust af lítilli ferð í mikinn hraða og högguðust ekki þótt hraðinn væri kominn á annað hundraðið. Þannig gefur Tucsoninn ökumanni tilfinningu bæði fyrir öryggi og gæðum. Samanburður á þessum tveimur bílum var bensínbílnum í hag á þann hátt að hann reyndist snarpari. Lagt upp úr þægindum@megin: Að innan er bíllinn skemmtilegur, með geymsluhólfum, glasahöldurum og öðru tilheyrandi. Mælaborðið er klassískt og aðgengilegt og sömuleiðis hnappar og takkar. Sætin í bílnum er afar þægileg, halda vel utan um mann og eru hvorki of mjúk né hörð. Að sjálfsögðu má með einföldum hætti stilla bæði bak og sæti, eins og orðið er nær alsiða í nýjum bílum þannig að bílstjórinn á að geta látið fara eins vel um sig og kostur er á akstrinum. Sætin eru í þægilegri hæð miðað við götu þannig að sest er beint inn í bílinn, hvorki niður né upp. Rými fyrir farþega er gott, bæði fram í og aftur í. Af sjálfu leiðir að farangursrýmið er ekki sérstaklega stórt enda ekki von í bíl sem er ekki nema 4,325 metrar á lengd. Ef hins vegar aðeins eru tveir á ferð í má leggja niður aftursætin og eykst þá farangursrýmið úr 644 lítrum í 1856. Líklegur til vinsælda Hyundai Tucson er fallegur bíll, rennilegur og ekki kubbslegur eins og minni jepplingar hafa tilhneigingu til að vera. Markhópurinn er ungt fólk með hraðan og athafnsaman lífsstíl. Ekki verður annað séð en að Tucson henti afar vel íslenskum neytendum. Í honum fer saman skemmtilegur ferðabíll fyrir einstaklinga og fjölskyldur að vísitölustærð (ef fjölskyldan er stærri fer að þrengja að) og lipur bíll í daglegt snatt innanbæjar. Sem sagt ekki ástæða til annars en að ætla að Tucson verði ekki síður vinsæll meðal íslenskra neytenda en Santa Fe. Forráðamenn Hyundai-verksmiðjanna setja enda markið hátt, ætla að selja 200 þúsund bíla fyrir árið 2006, þar af 65 þúsund í Evrópu. Verðið á bílnum liggur ekki endanlega fyrir en gera má ráð fyrir að það verði um 10% lægra en á Santa Fe eða frá um 2.450.000 upp í um 2.700.000 krónur. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira