Bandarískur dansari með námskeið 23. júlí 2004 00:01 "Þetta er hugsað fyrir atvinnudansara og þá sem eru að læra dans," segir Steinunn Ketilsdóttir en hún stendur fyrir dansnámskeiði í Kramhúsinu 9.-13. ágúst næstkomandi þar sem bandaríski dansarinn og danshöfundurinn Miguel Guitierrez kennir í fyrsta sinn á Íslandi. "Ég stunda sjálf nám við Hunter College í New York og Miguel Gutierrez var gestakennari við skólann hjá mér í vetur. Þannig kynntist ég honum og finnst hann frábær kennari. Hann er mjög návkæmur, nær vel til allra og er með skemmtilegar hugmyndir um dans og um það hvert nútímadans stefnir. Gutierrez hefur farið nýjar leiðir í sinni sköpun og er nú staddur í Japan en hann kennir dans víða um heim og hafði áhuga á að koma til Íslands og kynnast því sem er að gerast hér." Steinunn segir margt að gerast í nútímadansi hérlendis. "Það er fullt af fólki að gera áhugaverða hluti hér heima. Reykjavík dansfestival er núna í haust og svo er komin hefð fyrir dansleikhúskeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur. Svo er fullt af fólk í leiklistarheiminum að dansa eins og við sjáum til dæmis núna í Hárinu og Fame." Þeir sem hafa áhuga á að kynnast nútímadansi nánar og hafa jafnvel áhuga á að skapa dansana sína sjálfir ættu ekki að láta námskeiðið með Miguel Guitierrez fram hjá sér fara. Hann kennir i Kramhúsinu bæði danssmíði (kóreógrafía) og tæknitíma (módern) en hægt er að sækja ýmist hálft eða heilt námskeið. Nánari upplýsingar og skráning er á tölvupóstfanginu sk_dans@hotmail.com. Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þetta er hugsað fyrir atvinnudansara og þá sem eru að læra dans," segir Steinunn Ketilsdóttir en hún stendur fyrir dansnámskeiði í Kramhúsinu 9.-13. ágúst næstkomandi þar sem bandaríski dansarinn og danshöfundurinn Miguel Guitierrez kennir í fyrsta sinn á Íslandi. "Ég stunda sjálf nám við Hunter College í New York og Miguel Gutierrez var gestakennari við skólann hjá mér í vetur. Þannig kynntist ég honum og finnst hann frábær kennari. Hann er mjög návkæmur, nær vel til allra og er með skemmtilegar hugmyndir um dans og um það hvert nútímadans stefnir. Gutierrez hefur farið nýjar leiðir í sinni sköpun og er nú staddur í Japan en hann kennir dans víða um heim og hafði áhuga á að koma til Íslands og kynnast því sem er að gerast hér." Steinunn segir margt að gerast í nútímadansi hérlendis. "Það er fullt af fólki að gera áhugaverða hluti hér heima. Reykjavík dansfestival er núna í haust og svo er komin hefð fyrir dansleikhúskeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur. Svo er fullt af fólk í leiklistarheiminum að dansa eins og við sjáum til dæmis núna í Hárinu og Fame." Þeir sem hafa áhuga á að kynnast nútímadansi nánar og hafa jafnvel áhuga á að skapa dansana sína sjálfir ættu ekki að láta námskeiðið með Miguel Guitierrez fram hjá sér fara. Hann kennir i Kramhúsinu bæði danssmíði (kóreógrafía) og tæknitíma (módern) en hægt er að sækja ýmist hálft eða heilt námskeið. Nánari upplýsingar og skráning er á tölvupóstfanginu sk_dans@hotmail.com.
Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira