Lærum af mistökum í Írak 25. júlí 2004 00:01 Þegar líkneskið af Saddam Hussein, forseta Íraks, var fellt af stalli sínum á Firdostorgi í miðborg Bagdað hinn 9. apríl í fyrra í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva virtist sem heimsbyggðin væri vitni að einni af hinum stóru stundum sögunnar; harðstjórn hrakin frá völdum og hryðjuverkamönnum hrint úr hreiðri sínu, milljónir manna frelsaðar úr viðjum gerræðis og trúarofstækis og innan tíðar yrðu hættuleg gereyðingarvopn, sem ógnuðu hinum frjálsa heimi, komin í öruggar hendur svo þeim mætti eyða. Það sem síðan hefur gerst í Írak segir okkur að þetta var því miður tálsýn. Leiðangur Bandaríkjamanna og staðfastra samherja þeirra, ef nota má það orð um innrásina og hernámið, var fyrirfram dæmdur til að misheppnast. Enginn neitar því að veröldin er betur sett án Saddam Hussein í valdastóli en íslömsku milljónaþjóðfélagi, með annan fótinn á miðöldum og hinn á mörkum nítjándu og tuttugustu aldar, verður ekki umbreytt í nútímalegt samfélag lýðræðis og umburðarlyndis með vestrænu hervaldi. Rótgrónar hefðir og fordómar verða ekki upprættir með valdbeitingu og fyrirskipunum. Bush forseti tekur sig vel út á skriðdrekanum en þegar nánar er að gætt er vígvélin að molna undan honum og hætt við að hann verði bjargarlaus umkringdur fjandmönnum.Þá er betur heima setið en af stað farið. Hin opinbera réttlæting innrásarinnar í Írak var tvíþætt, taka gereyðingarvopn af íröskum stjórnvöldum og hindra stuðning þeirra við hryðjuverkamenn, einkum al-Kaída-samtökin. Fimmtán mánuðum eftir sigurinn hafa hvorki fundist gereyðingarvopn né sannanir komið fram um tengsl stjórnar Husseins og al-Kaída. Það sem verra er, upplýst hefur verið að gögnin sem stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands flögguðu og sýndu heiminum til að rökstyðja hernaðinn hafa reynst algerlega ómarktæk. Ásakanir um vísvitandi blekkingar hafa ekki verið sannaðar, en vinnubrögðin öll, glannaskapurinn og fljótfærnin, eru slík að maður spyr sig í fullri alvöru hvort maður mundi treysta sér að vera farþegi í bíl sem þeir Bush og Blair stýrðu. Versta afleiðing Íraksstríðsins er að það virðist fremur ætla að skaða baráttuna gegn hryðjuverkum en að vinna henni gagn. Hermdarverkum fer fjölgandi og hryðuverkamönnum vex ásmegin en ekki öfugt. Vesturlandabúar lifa við meiri óvissu og óöryggi en nokkru sinni fyrr. En hvað ber að gera andspænis hryðjuverkaógninni? Eru ekki rætur hennar í hugmyndafræðilegu og trúarlegu ofstæki og hatri sem beinist gegn verðmætamati okkar Vesturlandabúa? Er ekki al-Kaída að hefna krossferða kristinna manna á miðöldum? Er ekki markmiðið að íslam drottni yfir hinum frjálsa heimi? Skilja hinir austrænu hryðjuverkamenn og trúarofstækismenn nokkuð nema mótspyrnu valds og vopna? Engum blöðum er um það að fletta að við núverandi aðstæður verða Vesturlandabúar að efla innra öryggi sitt og varnir ríkja sinna. Annað væri hreint gáleysi. En ógnin verður ekki upprætt með valdbeitingu og hernaði sem tekur aðeins á birtingarmynd vandans, þótt hvorugt verði með öllu umflúið. Innrásin í Afganistan var til dæmis fullkomlega réttmæt. Baráttan gegn hryðjuverkaógninni verður fyrst árangursrík þegar hún tekur til rótarinnar, finnur uppsprettuna. Hin ofstækisfulla hugmyndafræði hryðjuverkamannanna nærist annars vegar á þjóðfélagsvanda þriðja heimsins og hins vegar á hinu stöðuga styrjaldarástandi fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stefna friðsamlegra samskipta og efnahagsaðstoðar auðugra iðnríkja við fátæk lönd, stefna sem byggir á fortölum og fræðslu, er erfið leið og seinfarin og krefst þolinmæði, en hún virðist hin eina sem nokkur skynsemi mælir með. Hin bandaríska leið vopnavaldsins, prófuð í Írak, er ekki sú beina og breiða braut til frelsis, öryggis og hagsældar sem lofað var og lofuð og margir trúðu. Tími er til kominn að menn horfist í augu við þessar staðreyndir, hrindi frá sér blekkingum og sjálfsblekkingum, og hefjist handa um þau verkefni sem ein geta bjargað okkur úr sjálfheldunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þegar líkneskið af Saddam Hussein, forseta Íraks, var fellt af stalli sínum á Firdostorgi í miðborg Bagdað hinn 9. apríl í fyrra í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva virtist sem heimsbyggðin væri vitni að einni af hinum stóru stundum sögunnar; harðstjórn hrakin frá völdum og hryðjuverkamönnum hrint úr hreiðri sínu, milljónir manna frelsaðar úr viðjum gerræðis og trúarofstækis og innan tíðar yrðu hættuleg gereyðingarvopn, sem ógnuðu hinum frjálsa heimi, komin í öruggar hendur svo þeim mætti eyða. Það sem síðan hefur gerst í Írak segir okkur að þetta var því miður tálsýn. Leiðangur Bandaríkjamanna og staðfastra samherja þeirra, ef nota má það orð um innrásina og hernámið, var fyrirfram dæmdur til að misheppnast. Enginn neitar því að veröldin er betur sett án Saddam Hussein í valdastóli en íslömsku milljónaþjóðfélagi, með annan fótinn á miðöldum og hinn á mörkum nítjándu og tuttugustu aldar, verður ekki umbreytt í nútímalegt samfélag lýðræðis og umburðarlyndis með vestrænu hervaldi. Rótgrónar hefðir og fordómar verða ekki upprættir með valdbeitingu og fyrirskipunum. Bush forseti tekur sig vel út á skriðdrekanum en þegar nánar er að gætt er vígvélin að molna undan honum og hætt við að hann verði bjargarlaus umkringdur fjandmönnum.Þá er betur heima setið en af stað farið. Hin opinbera réttlæting innrásarinnar í Írak var tvíþætt, taka gereyðingarvopn af íröskum stjórnvöldum og hindra stuðning þeirra við hryðjuverkamenn, einkum al-Kaída-samtökin. Fimmtán mánuðum eftir sigurinn hafa hvorki fundist gereyðingarvopn né sannanir komið fram um tengsl stjórnar Husseins og al-Kaída. Það sem verra er, upplýst hefur verið að gögnin sem stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands flögguðu og sýndu heiminum til að rökstyðja hernaðinn hafa reynst algerlega ómarktæk. Ásakanir um vísvitandi blekkingar hafa ekki verið sannaðar, en vinnubrögðin öll, glannaskapurinn og fljótfærnin, eru slík að maður spyr sig í fullri alvöru hvort maður mundi treysta sér að vera farþegi í bíl sem þeir Bush og Blair stýrðu. Versta afleiðing Íraksstríðsins er að það virðist fremur ætla að skaða baráttuna gegn hryðjuverkum en að vinna henni gagn. Hermdarverkum fer fjölgandi og hryðuverkamönnum vex ásmegin en ekki öfugt. Vesturlandabúar lifa við meiri óvissu og óöryggi en nokkru sinni fyrr. En hvað ber að gera andspænis hryðjuverkaógninni? Eru ekki rætur hennar í hugmyndafræðilegu og trúarlegu ofstæki og hatri sem beinist gegn verðmætamati okkar Vesturlandabúa? Er ekki al-Kaída að hefna krossferða kristinna manna á miðöldum? Er ekki markmiðið að íslam drottni yfir hinum frjálsa heimi? Skilja hinir austrænu hryðjuverkamenn og trúarofstækismenn nokkuð nema mótspyrnu valds og vopna? Engum blöðum er um það að fletta að við núverandi aðstæður verða Vesturlandabúar að efla innra öryggi sitt og varnir ríkja sinna. Annað væri hreint gáleysi. En ógnin verður ekki upprætt með valdbeitingu og hernaði sem tekur aðeins á birtingarmynd vandans, þótt hvorugt verði með öllu umflúið. Innrásin í Afganistan var til dæmis fullkomlega réttmæt. Baráttan gegn hryðjuverkaógninni verður fyrst árangursrík þegar hún tekur til rótarinnar, finnur uppsprettuna. Hin ofstækisfulla hugmyndafræði hryðjuverkamannanna nærist annars vegar á þjóðfélagsvanda þriðja heimsins og hins vegar á hinu stöðuga styrjaldarástandi fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stefna friðsamlegra samskipta og efnahagsaðstoðar auðugra iðnríkja við fátæk lönd, stefna sem byggir á fortölum og fræðslu, er erfið leið og seinfarin og krefst þolinmæði, en hún virðist hin eina sem nokkur skynsemi mælir með. Hin bandaríska leið vopnavaldsins, prófuð í Írak, er ekki sú beina og breiða braut til frelsis, öryggis og hagsældar sem lofað var og lofuð og margir trúðu. Tími er til kominn að menn horfist í augu við þessar staðreyndir, hrindi frá sér blekkingum og sjálfsblekkingum, og hefjist handa um þau verkefni sem ein geta bjargað okkur úr sjálfheldunni.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun