Stærsta bankayfirtaka allra tíma 26. júlí 2004 00:01 Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa. Ennfremur er það mjög sjaldgæft að erlendur banki fái tækifæri til þess að komast inná eins arðsaman markað og sá breski hefur verið en ástæðuna má einkum rekja til þeirra vandamála sem Abbey hefur verið að glíma við. KB banki greinir frá þessu. Samkvæmt Santander munu kaupin gera bankann þann tíunda stærsta að markaðsvirði í heiminum. Á síðustu sjö árum hefur Santander tekið þátt í tugum yfirtaka, þ.á m. eru kaup hans á Banco Central Hispano árið 1999 að virði 12 milljarða evra. Árið 2002 keypti bankinn AKB Bank í Þýskalandi sem er stærsti bílalánveitandinn í landinu. Á þessu ári keypti Santander pólskt fjármögnunarfyrirtæki og greiddi um $514 miljónir fyrir DnB NOR ASA’s Elcon sem er norrænt kaupleigufyrirtæki sem sérhæfir sig í kaupleigum fyrir bíla. Kaupverðið er 1,7 sinnum bókfært virði en meðaltal þeirra tíu banka sem hafa verið keyptir á $1 milljarð og yfir á árinu er 2,6 svo verðið virðist í lægri kantinum miðað við það. Í dag klukkan 13:43 á íslenskum tíma höfðu hlutabréf Abbey lækkað um 3,4% í London en bréfin hækkuðu um 18% á föstudaginn. Þá höfðu hlutabréf Santander lækkað um 2,4%. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa. Ennfremur er það mjög sjaldgæft að erlendur banki fái tækifæri til þess að komast inná eins arðsaman markað og sá breski hefur verið en ástæðuna má einkum rekja til þeirra vandamála sem Abbey hefur verið að glíma við. KB banki greinir frá þessu. Samkvæmt Santander munu kaupin gera bankann þann tíunda stærsta að markaðsvirði í heiminum. Á síðustu sjö árum hefur Santander tekið þátt í tugum yfirtaka, þ.á m. eru kaup hans á Banco Central Hispano árið 1999 að virði 12 milljarða evra. Árið 2002 keypti bankinn AKB Bank í Þýskalandi sem er stærsti bílalánveitandinn í landinu. Á þessu ári keypti Santander pólskt fjármögnunarfyrirtæki og greiddi um $514 miljónir fyrir DnB NOR ASA’s Elcon sem er norrænt kaupleigufyrirtæki sem sérhæfir sig í kaupleigum fyrir bíla. Kaupverðið er 1,7 sinnum bókfært virði en meðaltal þeirra tíu banka sem hafa verið keyptir á $1 milljarð og yfir á árinu er 2,6 svo verðið virðist í lægri kantinum miðað við það. Í dag klukkan 13:43 á íslenskum tíma höfðu hlutabréf Abbey lækkað um 3,4% í London en bréfin hækkuðu um 18% á föstudaginn. Þá höfðu hlutabréf Santander lækkað um 2,4%.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira