Norska húsið í Stykkishólmi 28. júlí 2004 00:01 Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni. "Sýslunefnd Snæfellinga festi svo kaup á Norska húsinu árið 1970 með það fyrir augum að þar yrði aðsetur Byggðasafnsins og jafnframt að húsið yrði fært til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832," segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. "Í 172 ára sögu hússins hafa verið gerðar á því róttækar breytingar, eftir notkun á hverjum tíma, en nú hefur hringnum verið lokað og húsið er aftur komið í upphaflegan búning. Við höfum sett upp á miðhæðinni heimili heldri manns í þéttbýli á 19. öld, en heimildir um innbú og heimilishald Árna og Önnu Thorlacius eru nokkuð góðar. Það hefur verið reynt að endurgera heimili þeirra eins og hægt er og markmiðið er að gestir upplifi sýninguna sem raunverulegt 19. aldar heimili þar sem jafnvel er hægt að ímynda sér að húsráðendur hafi brugðið sér frá en geti birst aftur á hverri stundu." Í risi Norska hússins er opin safngeymsla þar sem gestir geta upplifað raunverulega háaloftsstemningu og á jarðhæðinni eru á sumrin settar upp myndlistasýningar og byggðasafnstengdar sýningar. "Þar er líka Krambúð hússins sem selur vandað handverk, listmuni, minjagripi, gamaldags nammi, sultur og fleira. Í desember er svo húsið opnað og þá sett í jólabúning og skreytt með jólaskrauti frá ýmsum tímabilum," segir Aldís. "Nú hefur verið efnt til samkeppni um minjagrip sem tengist sögu hússins og eru vegleg verðlaun í boði. Skilafrestur er til 25. ágúst og fólk er hvatt til að taka þátt. Tillögum á að skila á pappír í stærðinni A4, en ef um er að ræða þrívíða hluti þurfa þeir að vera 25x25x25. Við förum svo í það strax og skilafrestur rennur út að velja bestu tillögurnar. Svo nú er bara að drífa sig í Norska húsið í Hólminum og fá skemmtilegar hugamyndir ," segir Aldís að lokum. edda@frettabladid.is Ferðalög Stykkishólmur Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni. "Sýslunefnd Snæfellinga festi svo kaup á Norska húsinu árið 1970 með það fyrir augum að þar yrði aðsetur Byggðasafnsins og jafnframt að húsið yrði fært til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832," segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. "Í 172 ára sögu hússins hafa verið gerðar á því róttækar breytingar, eftir notkun á hverjum tíma, en nú hefur hringnum verið lokað og húsið er aftur komið í upphaflegan búning. Við höfum sett upp á miðhæðinni heimili heldri manns í þéttbýli á 19. öld, en heimildir um innbú og heimilishald Árna og Önnu Thorlacius eru nokkuð góðar. Það hefur verið reynt að endurgera heimili þeirra eins og hægt er og markmiðið er að gestir upplifi sýninguna sem raunverulegt 19. aldar heimili þar sem jafnvel er hægt að ímynda sér að húsráðendur hafi brugðið sér frá en geti birst aftur á hverri stundu." Í risi Norska hússins er opin safngeymsla þar sem gestir geta upplifað raunverulega háaloftsstemningu og á jarðhæðinni eru á sumrin settar upp myndlistasýningar og byggðasafnstengdar sýningar. "Þar er líka Krambúð hússins sem selur vandað handverk, listmuni, minjagripi, gamaldags nammi, sultur og fleira. Í desember er svo húsið opnað og þá sett í jólabúning og skreytt með jólaskrauti frá ýmsum tímabilum," segir Aldís. "Nú hefur verið efnt til samkeppni um minjagrip sem tengist sögu hússins og eru vegleg verðlaun í boði. Skilafrestur er til 25. ágúst og fólk er hvatt til að taka þátt. Tillögum á að skila á pappír í stærðinni A4, en ef um er að ræða þrívíða hluti þurfa þeir að vera 25x25x25. Við förum svo í það strax og skilafrestur rennur út að velja bestu tillögurnar. Svo nú er bara að drífa sig í Norska húsið í Hólminum og fá skemmtilegar hugamyndir ," segir Aldís að lokum. edda@frettabladid.is
Ferðalög Stykkishólmur Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp