Morgunkorn óhollara í Bretlandi 3. ágúst 2004 00:01 Enskt morgunkorn er óhollara en sama morgunkorn í öðrum löndum, samkvæmt könnun gerðri af breska dagblaðinu Daily Mail. Leiddi könnunin í ljós að í Kelloggs-kornflögum seldum í Englandi, er sykurinnihald um tíu prósentum hærra og saltinnihald um tuttugu og fimm prósentum hærra en í sömu kornflögum seldum í Bandaríkjunum. Hið sama á við morgunkorn líkt og Special K, en í hundrað grömmum af því eru sautján grömm af sykri í Bretlandi sem er hærra hlutfall en í Bandaríkjunum, Ástralíu og á Spáni. Samkvæmt stuðlum breska matvælaeftirlitsins er innihald sykurs í matvælum hátt sé það meira en tíu grömm, en lágt sé það minna en tvö grömm. Af þeim sex morgunkornsgerðum sem kannaðar voru innihélt aðeins ein þeirra minna en tíu grömm. Sérfræðingar hafa varað Breta við ofneyslu salts, slík ofneysla getur valdið of háum blóðþrýstingi sem þegar kostar 220.000 Breta lífið á ári hverju. Offita er einnig vaxandi vandamál í Bretlandi, þar eru nú nærri tveir þriðju hlutar karla og helmingur kvenna of þungur, en einn af hverjum fimm er talinn eiga við offituvandamál að stríða. Heilbrigðisráðherra landsins, Melanie Johnson, hefur þegar gert framleiðendum morgunkorna ljóst að tilraunir þeirra við að draga úr saltinnihaldi í vörum sínum séu ófullnægjandi. Framleiðendur vilja hins vegar meina að hærra hlutfall salts og sykurs í morgunkornum í Bretlandi sé tilkomið af ólíkum smekk þjóðanna og halda því fram að þetta sé það sem Bretar vilja. Heilsa Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Enskt morgunkorn er óhollara en sama morgunkorn í öðrum löndum, samkvæmt könnun gerðri af breska dagblaðinu Daily Mail. Leiddi könnunin í ljós að í Kelloggs-kornflögum seldum í Englandi, er sykurinnihald um tíu prósentum hærra og saltinnihald um tuttugu og fimm prósentum hærra en í sömu kornflögum seldum í Bandaríkjunum. Hið sama á við morgunkorn líkt og Special K, en í hundrað grömmum af því eru sautján grömm af sykri í Bretlandi sem er hærra hlutfall en í Bandaríkjunum, Ástralíu og á Spáni. Samkvæmt stuðlum breska matvælaeftirlitsins er innihald sykurs í matvælum hátt sé það meira en tíu grömm, en lágt sé það minna en tvö grömm. Af þeim sex morgunkornsgerðum sem kannaðar voru innihélt aðeins ein þeirra minna en tíu grömm. Sérfræðingar hafa varað Breta við ofneyslu salts, slík ofneysla getur valdið of háum blóðþrýstingi sem þegar kostar 220.000 Breta lífið á ári hverju. Offita er einnig vaxandi vandamál í Bretlandi, þar eru nú nærri tveir þriðju hlutar karla og helmingur kvenna of þungur, en einn af hverjum fimm er talinn eiga við offituvandamál að stríða. Heilbrigðisráðherra landsins, Melanie Johnson, hefur þegar gert framleiðendum morgunkorna ljóst að tilraunir þeirra við að draga úr saltinnihaldi í vörum sínum séu ófullnægjandi. Framleiðendur vilja hins vegar meina að hærra hlutfall salts og sykurs í morgunkornum í Bretlandi sé tilkomið af ólíkum smekk þjóðanna og halda því fram að þetta sé það sem Bretar vilja.
Heilsa Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira