Bíó og sjónvarp

Olsen-systur í New York

Rómantíska gamanmyndin New York Minute skartar tvíburasystrunum Ashley og Mary-Kate Olsen í hlutverkum systranna Jane og Roxy Ryan sem þola ekki hvor aðra.

Ashley leikur Jane sem er mikill dugnaðarforkur og gengur vel í skóla. Systir hennar Roxy er aftur á móti uppreisnargjörn og hefur engan áhuga á náminu. Saman fara þær til New York og þar lenda þær í miklum ævintýrum.

Á meðal annarra leikara eru Eugene Levy, sem er þekktur sem pabbinn í American Pie, og grínistinn Andy Richter. Jack Osbourne, sonur rokkarans Ozzy, fer einnig með lítið hlutverk í frumraun sinni á hvíta tjaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.