Bílasagan mín 6. ágúst 2004 00:01 Daníel Hjálmtýsson er 18 ára og keypti sinn fyrsta bíl, Ford Escort blæjubíl árgerð ´84, í fyrrasumar. Síðan þá hefur hann verið að gera hann upp ásamt föður sínum. "Bíllinn var í frekar slæmu standi og útlit hans var ekki upp á marga fiska. Ég hef verið að lagfæra hann og betrumbæta með því að setja á hann hliðar-og afturlista og nýjar felgur og svo hef ég þurft að massa á honum lakkið. Það var ekkert stórvægilegt að vélinni heldur þurfti aðeins að skipta um nokkra hluti, láta stilla hann og þess háttar," segir hann. Daníel segist ekki hafa þurft að kosta miklu til í bílinn því pabbi hans, sem er bifvélavirki, hafi hjálpað honum. "Við erum báðir miklir bílakallar og höfum bara haft gaman af því að dunda í honum. "Ég keypti bílinn, sem var að drabbast niður, á 170 þúsund krónur af kunningja mínum. Við fengum ókeypis samskonar bíl sem var orðinn að hræi en gátum notað úr honum helling af varahlutum. Eftir smá lagfæringar er ég núna kominn með ágætis bíl í hendurnar," segir Daníel, hæstánægður með endurbæturnar á bílnum. "Mig langar bara að benda þeim ungu strákum sem hafa áhuga á bílum og bílaviðgerðum á, að það er miklu skemmtilegra að kaupa svona gamla bíla til að dunda sér við að gera upp heldur en að kaupa nýtt sem ekkert þarf að gera við. Þar að auki er líka gaman að eiga öðruvísi bíl en allir aðrir og í mínu tilviki er algjör undantekning á því að ég sjái eins bíl á götunum," segir hann. Á veturna stundar Daníel nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann við Sund og telur hann frekar ólíklegt að hann eigi eftir að leggja bílaviðgerðir fyrir sig í framtíðinni. "Ég held ég eigi frekar eftir að hafa þær að áhugamáli en atvinnu en maður veit aldrei," segir hann. halldora@frettabladid.is Bílar Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Daníel Hjálmtýsson er 18 ára og keypti sinn fyrsta bíl, Ford Escort blæjubíl árgerð ´84, í fyrrasumar. Síðan þá hefur hann verið að gera hann upp ásamt föður sínum. "Bíllinn var í frekar slæmu standi og útlit hans var ekki upp á marga fiska. Ég hef verið að lagfæra hann og betrumbæta með því að setja á hann hliðar-og afturlista og nýjar felgur og svo hef ég þurft að massa á honum lakkið. Það var ekkert stórvægilegt að vélinni heldur þurfti aðeins að skipta um nokkra hluti, láta stilla hann og þess háttar," segir hann. Daníel segist ekki hafa þurft að kosta miklu til í bílinn því pabbi hans, sem er bifvélavirki, hafi hjálpað honum. "Við erum báðir miklir bílakallar og höfum bara haft gaman af því að dunda í honum. "Ég keypti bílinn, sem var að drabbast niður, á 170 þúsund krónur af kunningja mínum. Við fengum ókeypis samskonar bíl sem var orðinn að hræi en gátum notað úr honum helling af varahlutum. Eftir smá lagfæringar er ég núna kominn með ágætis bíl í hendurnar," segir Daníel, hæstánægður með endurbæturnar á bílnum. "Mig langar bara að benda þeim ungu strákum sem hafa áhuga á bílum og bílaviðgerðum á, að það er miklu skemmtilegra að kaupa svona gamla bíla til að dunda sér við að gera upp heldur en að kaupa nýtt sem ekkert þarf að gera við. Þar að auki er líka gaman að eiga öðruvísi bíl en allir aðrir og í mínu tilviki er algjör undantekning á því að ég sjái eins bíl á götunum," segir hann. Á veturna stundar Daníel nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann við Sund og telur hann frekar ólíklegt að hann eigi eftir að leggja bílaviðgerðir fyrir sig í framtíðinni. "Ég held ég eigi frekar eftir að hafa þær að áhugamáli en atvinnu en maður veit aldrei," segir hann. halldora@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira