Fleiri atvinnutækifæri

Bíómyndin eftir Bjólfskviðu mun væntanlega skapa mörg störf hér á landi, meðan á tökum stendur. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands hefur ákveðið að leggja fram hlutafé til sérstaks félags um þjónustu við kvikmyndaiðnaðinn á Suður- og Austurlandi, allt að 7,5 milljónum að meðtöldum 5 milljóna króna styrk frá Átaki til atvinnusköpunar. Það er eingöngu ætlað til fjármögnunar á þessu tiltekna verkefni. Framleiðandi Bjólfskviðu er Friðrik Þór Friðriksson ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns vinni að myndinni.