Sport

Brigir Leifur og Ólöf María unnu

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólöf María Jónsdóttir úr GK báru sigur úr bítum á íslandsmótinu í holukeppni sem haldið var á Grafarholtsvelli í gær. Þetta var annar íslandsmeistaratitill þeirra beggja á skömmum tíma, en þau urðu einnig sigurvegarar á íslandsmótinu í höggleik sem haldið var á Akranesi fyrir fáeinum vikum. Birgur Leifur lagði Ólaf Má Sigurðsson í úrslitaviðureigninni með afar öruggum hætti, en hann hafði fimm högga forystu þegar fjórar holur voru eftir og því ómögulegt fyrir Ólaf Má að ná Birgi Leifi. Ólöf María sigraði Tinnu Jóhannsdóttur í úrslitum kvenna og þurftu þær aðeins að leika fram á 16. holu þar sem Ólöf hafði þá náð þriggja högga forskoti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×