Matthías gestur bókmenntahátíðar 9. ágúst 2004 00:01 Matthías Johannessen er einn af gestum bókmenntahátíðarinnar í Edinborg þetta árið. Af því tilefni hefur bókin "New Journeys" verið gefin út en hún inniheldur úrval af ljóðum Matthíasar sem mörg hver hafa ekki enn komið út en það er Bernand Scudder sem þýðir ljóðin og velur í bókina. Matthías mun koma fram í Opus-leikhúsinu í Edinborg miðvikudaginn 25. ágúst og lesa upp ljóð úr bók sinni. Sá háttur verður hafður á að sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon sem búsettur er í London mun spyrja Matthías út í ljóðasmíðina og gefa þannig hlustendum kost á að skyggnast inn í hugarheim skáldsins. Bókmenntahátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og nýtur gífurlegra vinsælda. Meðal þeirra sem sækja munu hátíðina í ár eru höfundar á borð við Muriel Spark, Toni Morrison, Alex Garland, Doris Lessing og Ian Rankin. Matthías vinnur nú að nýrri bók sem mun koma út næsta haust sem er í senn málsvörn og minningar. Lífið Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Matthías Johannessen er einn af gestum bókmenntahátíðarinnar í Edinborg þetta árið. Af því tilefni hefur bókin "New Journeys" verið gefin út en hún inniheldur úrval af ljóðum Matthíasar sem mörg hver hafa ekki enn komið út en það er Bernand Scudder sem þýðir ljóðin og velur í bókina. Matthías mun koma fram í Opus-leikhúsinu í Edinborg miðvikudaginn 25. ágúst og lesa upp ljóð úr bók sinni. Sá háttur verður hafður á að sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon sem búsettur er í London mun spyrja Matthías út í ljóðasmíðina og gefa þannig hlustendum kost á að skyggnast inn í hugarheim skáldsins. Bókmenntahátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og nýtur gífurlegra vinsælda. Meðal þeirra sem sækja munu hátíðina í ár eru höfundar á borð við Muriel Spark, Toni Morrison, Alex Garland, Doris Lessing og Ian Rankin. Matthías vinnur nú að nýrri bók sem mun koma út næsta haust sem er í senn málsvörn og minningar.
Lífið Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira