Rósaleppaprjón í nýju ljósi 13. ágúst 2004 00:01 Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. "Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira. Einnig hef ég prentað mynstrið á fóður og notað það bæði til að setja inn í flíkur eða sem skraut á þær," segir hún. Hélene segir íleppana einstakt fyrirbæri sem hvergi annars staðar þekkist í Evrópu en það hefur hún rannsakað. "Mér finnst tæknin og litasamsetning rósaleppaprjónsins sem notað var í leppana í sauðskinnsskóna í gamla daga mjög sérstök. Ég varð því hissa þegar ég sá hvað þetta einstaka mynstur var lítið notað og hve fáir vissu af því. Upp frá því fékk ég hugmyndina að verkefninu en í því hanna ég uppskriftir að handprjónuðum peysum með því að nota gamla rósaleppamynstrið. Tæknilega séð er mynstrið frekar erfitt og er afskaplega sérstakt að garðaprjónn skuli vera notaður í myndprjón," segir hún. Hélene stefnir að því að gefa út bók um íleppa fyrir jólin 2005 og mun einn kafli hennar fjalla um rósaleppaprjón. "Bókin verður gefin út af útgáfufélagi Sölku og mun fjalla um íleppa og tæknina við að prjóna þá en í henni munu einnig verða uppskriftir. Ég er byrjuð að taka myndir og undirbúa umfjöllunina í bókinni svo ég er aðeins komin af stað," segir hún. Verkefni Hélene er unnið í samstarfi við Handprjónasamband Íslands og er umsjónarmaður þess María Ólafsdóttir. Atvinna Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. "Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira. Einnig hef ég prentað mynstrið á fóður og notað það bæði til að setja inn í flíkur eða sem skraut á þær," segir hún. Hélene segir íleppana einstakt fyrirbæri sem hvergi annars staðar þekkist í Evrópu en það hefur hún rannsakað. "Mér finnst tæknin og litasamsetning rósaleppaprjónsins sem notað var í leppana í sauðskinnsskóna í gamla daga mjög sérstök. Ég varð því hissa þegar ég sá hvað þetta einstaka mynstur var lítið notað og hve fáir vissu af því. Upp frá því fékk ég hugmyndina að verkefninu en í því hanna ég uppskriftir að handprjónuðum peysum með því að nota gamla rósaleppamynstrið. Tæknilega séð er mynstrið frekar erfitt og er afskaplega sérstakt að garðaprjónn skuli vera notaður í myndprjón," segir hún. Hélene stefnir að því að gefa út bók um íleppa fyrir jólin 2005 og mun einn kafli hennar fjalla um rósaleppaprjón. "Bókin verður gefin út af útgáfufélagi Sölku og mun fjalla um íleppa og tæknina við að prjóna þá en í henni munu einnig verða uppskriftir. Ég er byrjuð að taka myndir og undirbúa umfjöllunina í bókinni svo ég er aðeins komin af stað," segir hún. Verkefni Hélene er unnið í samstarfi við Handprjónasamband Íslands og er umsjónarmaður þess María Ólafsdóttir.
Atvinna Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira