Ólympíuleikarnir í Aþenu hafnir 13. ágúst 2004 00:01 Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna. Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst nú rétt fyrir fréttir og eins og við var að búast er mikið um dýrðir. Ólympíuleikvangurinn í Aþenu er sneisafullur af fólki hvaðanæva úr heiminum, jafnt hefðarmönnum sem almenningi. Alls ganga 10.500 íþróttamenn frá tvö hundruð og tveimur þjóðum um Ólympíuleikvanginn í kvöld undir tónlist og lófataki 72 þúsund áhorfenda. Athöfnin er einn stærsti viðburður sinnar tegundur frá upphafi, enda taka tæplega 9000 skemmtikraftar þátt í stanslausri sýningu þar sem Grikkland til forna og nútíminn mætast í mikilli sjónrænni veislu. Eitt af aðalatriðum kvöldsins er í höndum Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún mun syngja lagið Oceania af væntanlegri plötu sinni, Medúlla. Lagið verður flutt í lítið eitt breyttri útgáfu í kvöld sem, að sögn Bjarkar, mun eiga við andrúmsloft kvöldsins. Texta lagsins samdi skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og lagði hann mikið á sig við undirbúning lagsins og tók meðal annars námskeið í grískri goðafræði til að undirbúa sig sem best. Á leikunum sem standa í sextán daga verður keppt í 28 íþróttagreinum á 38 mismunandi stöðum í höfuðborg Ólympíuleikanna, Aþenu. Öryggisgæsla vegna leikanna er gríðarlega mikil og til marks um það verða 70 þúsund öryggisverðir til taks meðan á leikunum stendur. Þyrlur og loftför munu sveima yfir Aþenu, auk þess sem götum og höfnum verður gætt af ítrustu varkárni. Allt þetta á að gera það að verkum að stærsta íþróttahátíð heims fari fram án óhappa og þar með sjá til þess að ekkert skyggi á Ólympíuandann sem nú svífur yfir Aþenu eins og fyrir 108 árum á fyrstu nútímaólympíuleikunum. Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjá meira
Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna. Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst nú rétt fyrir fréttir og eins og við var að búast er mikið um dýrðir. Ólympíuleikvangurinn í Aþenu er sneisafullur af fólki hvaðanæva úr heiminum, jafnt hefðarmönnum sem almenningi. Alls ganga 10.500 íþróttamenn frá tvö hundruð og tveimur þjóðum um Ólympíuleikvanginn í kvöld undir tónlist og lófataki 72 þúsund áhorfenda. Athöfnin er einn stærsti viðburður sinnar tegundur frá upphafi, enda taka tæplega 9000 skemmtikraftar þátt í stanslausri sýningu þar sem Grikkland til forna og nútíminn mætast í mikilli sjónrænni veislu. Eitt af aðalatriðum kvöldsins er í höndum Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún mun syngja lagið Oceania af væntanlegri plötu sinni, Medúlla. Lagið verður flutt í lítið eitt breyttri útgáfu í kvöld sem, að sögn Bjarkar, mun eiga við andrúmsloft kvöldsins. Texta lagsins samdi skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og lagði hann mikið á sig við undirbúning lagsins og tók meðal annars námskeið í grískri goðafræði til að undirbúa sig sem best. Á leikunum sem standa í sextán daga verður keppt í 28 íþróttagreinum á 38 mismunandi stöðum í höfuðborg Ólympíuleikanna, Aþenu. Öryggisgæsla vegna leikanna er gríðarlega mikil og til marks um það verða 70 þúsund öryggisverðir til taks meðan á leikunum stendur. Þyrlur og loftför munu sveima yfir Aþenu, auk þess sem götum og höfnum verður gætt af ítrustu varkárni. Allt þetta á að gera það að verkum að stærsta íþróttahátíð heims fari fram án óhappa og þar með sjá til þess að ekkert skyggi á Ólympíuandann sem nú svífur yfir Aþenu eins og fyrir 108 árum á fyrstu nútímaólympíuleikunum.
Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjá meira