Stefán og Gunnar á sínum fyrstu ÓL 18. ágúst 2004 00:01 Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa borið höfuð og herðar yfir aðra handknattleiksdómara á Íslandi undanfarin ár. Frammistaða þeirra á alþjóðavettvangi hefur heldur ekki verið til að draga úr góðu orðspori þeirra. Þeir hafa loksins náð toppnum og eru komnir á Ólympíuleika í fyrsta skipti. Þetta takmark settu þeir sér er þeir byrjuðu að dæma saman og draumurinn er loksins orðinn að veruleika. "Það er búið að bíða eftir þessu lengi.Tækifærið er loksins komið og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Ég get samt ekki lýst því hvernig er að vera loksins kominn og ég held maður sé bara ekkert búinn að átta sig á því," sagði Stefán við blaðamann í blíðunni í Aþenu. "Við teljum okkur vera búna að vinna fyrir þessu síðustu fimm ár." Strákarnir hafa staðið í ströngu síðan þeir komu til Aþenu og að sjálfsögðu hafa þeir staðið sig með miklum sóma. Strákarnir hafa dæmt á öllum stærstu mótum heims nema ÓL fram til þessa og því kemur fátt þeim á óvart á slíku stórmóti. "Þetta er mjög svipað því að vera á heimsmeistaramóti en svo lítur maður í kringum sig og sér Ólympíuhringina og þá loksins attar maður sig á því hvert maður er kominn," sagði Gunnar glaður og Stefán tekur heilshugar undir. Strákarnir segja að það sem sé fyrst og fremst öðruvísi á ÓL miðað við HM sé aðbúnaðurinn. Á HM til að mynda gista þeir á fínum hótelum en í Aþenu búa þeir á herstöð. "Það fer samt mjög vel um okkur og fín herbergi en þetta er samt nokkuð öðruvísi," sagði Gunnar. "Allur undirbúningur er að öðru leyti nákvæmlega eins," bætir Stefán við en það er meira að gera hjá þeim núna en venjulega því þeir dæma bæði hjá körlunum og konunum. "Það er nákvæmlega málið þegar maður er kominn á svona mót að njóta hvers einasta dags. Svo detta kannski inn einhverjir frídagar hjá okkur og þá langar okkur að kíkja á aðrar íþróttagreinar og jafn vel aðeins niður í bæ," sagði Gunnar dreyminn á svipinn en félagi hans var fljótur að kippa honum niður á jörðina. "Við megum samt ekki gleyma okkur í þessari hugsun því við erum hérna til þess að keppa og berjast við hina dómarana um að ná árangri ." Það er draumur dómara rétt eins og íþróttamanna að komast á Ólympíuleika. Þeir félagar eru á toppnum í dag en hvað tekur eiginlega við í framhaldinu? "Það kemur einhvern tímann að því að við hættum. Við náðum þessu takmarki okkar er við dæmdum leik Frakka og Brasilíumanna. Svo setjumst við væntanlega niður eftir þetta mót og ákveðum framhaldið sem er algerlega óráðið," sagði Stefán Arnaldsson og félagi hans, Gunnar Viðarsson, kinkaði kolli.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira