Fimmtugir betri starfskraftar 20. ágúst 2004 00:01 "Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu," segir Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn. "Að mínu mati nýtir atvinnumarkaðurinn ekki þetta vinnuafl nægilega og framboð af störfum fyrir þennan aldurshóp í lágmarki," segir Jón. Hann hefur rekið Ráðningarþjónustuna síðan 1995 og segir hann ástandið hafi verið svipað þá. Hann stofnaði þjónustuna um það leyti sem hann varð sjálfur fimmtugur og langaði til að breyta til í starfi. "Ég þekki það frá fyrstu hendi hvernig möguleikarnir virðast minnka á atvinnumarkaðinum eftir því sem maður eldist. Ég hef alltaf tekið sérstaklega vel á móti fólki sem komið er yfir miðjan aldur og reynt eftir fremsta megni að finna því starf. Enda er þetta fólk sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu," segir Jón. Hann segir ekki algengt að fólk sem farið er að nálgast sextugsaldurinn skipti um vinnu nema því hafi boðist annað starf. Fólk treysti sér ekki til að hætta í starfi og láta reyna á það að finna annað. Þessi staða er sérstaklega slæm fyrir fólk sem er sagt upp og á jafnvel nokkur ár eftir í eftirlaun. "Ég hef upplifað það að fólk á þessum aldri geti verið atvinnulaust í allt að eitt og hálft ár en yfirleitt tekst að finna starf. Það er helst ríkið sem hefur tekið á móti þessum starfskröftum. Að sjálfsögðu skiptir menntun miklu máli og þeir sem eru meira menntaðir eiga meiri möguleika," segir Jón. Hann bendir á að fólk sem komið sé yfir miðjan aldur sé alls ekki gamalmenni. "Þetta eru reyndir og þroskaðir menn og konur og má minna á það að Ronald Reagan var um sjötugt þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna," segir Jón. "Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlut kynjanna í starfi og mér finnst á sama hátt að það ætti að jafna hlut aldurshópa. Við búum við atvinnumarkað sem oft telur fólk um fimmtugt hreinlega vera orðið of gamalt, þessu viðhorfi þarf að breyta," segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is Atvinna Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu," segir Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn. "Að mínu mati nýtir atvinnumarkaðurinn ekki þetta vinnuafl nægilega og framboð af störfum fyrir þennan aldurshóp í lágmarki," segir Jón. Hann hefur rekið Ráðningarþjónustuna síðan 1995 og segir hann ástandið hafi verið svipað þá. Hann stofnaði þjónustuna um það leyti sem hann varð sjálfur fimmtugur og langaði til að breyta til í starfi. "Ég þekki það frá fyrstu hendi hvernig möguleikarnir virðast minnka á atvinnumarkaðinum eftir því sem maður eldist. Ég hef alltaf tekið sérstaklega vel á móti fólki sem komið er yfir miðjan aldur og reynt eftir fremsta megni að finna því starf. Enda er þetta fólk sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu," segir Jón. Hann segir ekki algengt að fólk sem farið er að nálgast sextugsaldurinn skipti um vinnu nema því hafi boðist annað starf. Fólk treysti sér ekki til að hætta í starfi og láta reyna á það að finna annað. Þessi staða er sérstaklega slæm fyrir fólk sem er sagt upp og á jafnvel nokkur ár eftir í eftirlaun. "Ég hef upplifað það að fólk á þessum aldri geti verið atvinnulaust í allt að eitt og hálft ár en yfirleitt tekst að finna starf. Það er helst ríkið sem hefur tekið á móti þessum starfskröftum. Að sjálfsögðu skiptir menntun miklu máli og þeir sem eru meira menntaðir eiga meiri möguleika," segir Jón. Hann bendir á að fólk sem komið sé yfir miðjan aldur sé alls ekki gamalmenni. "Þetta eru reyndir og þroskaðir menn og konur og má minna á það að Ronald Reagan var um sjötugt þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna," segir Jón. "Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlut kynjanna í starfi og mér finnst á sama hátt að það ætti að jafna hlut aldurshópa. Við búum við atvinnumarkað sem oft telur fólk um fimmtugt hreinlega vera orðið of gamalt, þessu viðhorfi þarf að breyta," segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira