Brassar skeinuhættir 23. ágúst 2004 00:01 Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því brasilíska í dag í leik um níunda sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Brasilíumenn voru taldir með slakasta liðið í B-riðli en komu öllum á óvart þegar þeir lögðu Egypta að velli 26-22 og tryggðu sér þar með rétt til að leika um níunda sætið. Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómari, dæmdi tvo leiki hjá Brasilíumönnum í riðlakeppninni -- gegn Frökkum og Grikkjum. Stefán segir Brasilíumenn vera með skemmtilegt lið. "Þetta er eina liðið sem mér finnst hafa tekið framförum meðan á keppni hefur staðið. Þetta er lið sem gefst ekki upp og spilar allt til enda," segir Stefán. Hættulegustu leikmenn Brasilíu eru Adalberto Silva, sem hefur skorað nítján mörk á Ólympíuleikunum og Bruno Souza, sem er markahæstur Brasilíumanna með 22 mörk. Souza hefur leikið með Göppingen í Þýskalandi en íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson lék þar einnig um tíma. "Þetta er ungt og skemmtilegt lið sem spilar hraðan bolta. Það spilar oftast 5-1 vörn eða framliggjandi 6-0 vörn og bindur sig ekki mjög fast við ákveðnar stöður," segir Stefán og er ekki frá því að Brasilía geti veitt Íslendingum harða keppni. "Þeir geta orðið okkur skeinuhættir ef við förum ekki að öllu með gát. Íslenska liðið er að svekkja sig á árangrinum á meðan Brassarnir eru ánægðir með árangurinn hjá sér. Á venjulegum degi ættum við að vinna þá en það getur allt gerst. Strákarnir okkar verða að rífa sig upp og klára þetta mót. Við erum með betri menn í öllum stöðum," segir Stefán. Stefán hefur aðeins fylgst með öðrum liðum á Ólympíuleikunum en segir erfitt að spá fyrir um hvaða lið á eftir að fara alla leið. "Ég sá báða tapleikina hjá Þjóðverjum og þeir virka ekki eins sterkir og áður. Króatarnir eru mjög seigir enda ríkjandi heimsmeistarar. Annars tel ég að þessi tvö lið ásamt Frökkum og jafnvel Spánverjum eigi eftir að leika til úrslita. Þetta eru jöfn lið og það er alltaf spurning um dagsformið," segir Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því brasilíska í dag í leik um níunda sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Brasilíumenn voru taldir með slakasta liðið í B-riðli en komu öllum á óvart þegar þeir lögðu Egypta að velli 26-22 og tryggðu sér þar með rétt til að leika um níunda sætið. Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómari, dæmdi tvo leiki hjá Brasilíumönnum í riðlakeppninni -- gegn Frökkum og Grikkjum. Stefán segir Brasilíumenn vera með skemmtilegt lið. "Þetta er eina liðið sem mér finnst hafa tekið framförum meðan á keppni hefur staðið. Þetta er lið sem gefst ekki upp og spilar allt til enda," segir Stefán. Hættulegustu leikmenn Brasilíu eru Adalberto Silva, sem hefur skorað nítján mörk á Ólympíuleikunum og Bruno Souza, sem er markahæstur Brasilíumanna með 22 mörk. Souza hefur leikið með Göppingen í Þýskalandi en íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson lék þar einnig um tíma. "Þetta er ungt og skemmtilegt lið sem spilar hraðan bolta. Það spilar oftast 5-1 vörn eða framliggjandi 6-0 vörn og bindur sig ekki mjög fast við ákveðnar stöður," segir Stefán og er ekki frá því að Brasilía geti veitt Íslendingum harða keppni. "Þeir geta orðið okkur skeinuhættir ef við förum ekki að öllu með gát. Íslenska liðið er að svekkja sig á árangrinum á meðan Brassarnir eru ánægðir með árangurinn hjá sér. Á venjulegum degi ættum við að vinna þá en það getur allt gerst. Strákarnir okkar verða að rífa sig upp og klára þetta mót. Við erum með betri menn í öllum stöðum," segir Stefán. Stefán hefur aðeins fylgst með öðrum liðum á Ólympíuleikunum en segir erfitt að spá fyrir um hvaða lið á eftir að fara alla leið. "Ég sá báða tapleikina hjá Þjóðverjum og þeir virka ekki eins sterkir og áður. Króatarnir eru mjög seigir enda ríkjandi heimsmeistarar. Annars tel ég að þessi tvö lið ásamt Frökkum og jafnvel Spánverjum eigi eftir að leika til úrslita. Þetta eru jöfn lið og það er alltaf spurning um dagsformið," segir Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira