Sjálfbjarga í fjármálum 24. ágúst 2004 00:01 "Hugmyndin kviknaði þarsíðasta sumar þegar ég starfaði í banka og kom auga á hversu fræðslu um dagleg fjármál er ábótavant,"segir Fjóla Björk Karlsdóttir, nemi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri, sem samdi námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema. "Ég fór í barneignafrí með dóttur mína og byrjaði bara á að búa til texta í Word sem ég fór svo með á fund allra skólastjóranna á Akureyri og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar. Þeim leist vel á þetta og vildu fá efnið tilbúið sem fyrst," segir Fjóla sem stökk á tækifærið og réðst í útgáfu á kennsluefninu. "Ekki er til neitt námsefni fyrir um fjármál og er það hreint ótrúlegt að grunnskólarnir skuli ekki hafa tekið á þessu. Við kennum börnunum okkar sparnað og gefum þeim sparibauka en svo nær það ekkert lengra," segir Fjóla Björk en nú er námsefnið hennar kennt í um fimmtíu skólum víðs vegar um land og selt í öllum verslunum Pennans. "Efnið er sérstaklega ætlað ungu fólki sem einn daginn mun halda út í lífið og þarf að takast á við fjármálin. Svo virðist sem aðgengi upplýsinga sé almennt lítið og er oft þjónustufulltrúinn sá eini sem veitt getur upplýsingar. Ég vil að fólk sé uppfrætt því aðalatriðið er að spyrja réttu spurninganna þegar farið er í bankann," segir Fjóla Björk sem tekur fram að helsti kostur efnisins sé að það sé óháð en komi ekki frá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum. Bókin er byggð upp á einfaldan máta og hefst á almennum upplýsingum um bankana eins og til dæmis hvað bankanúmer eru og hvað þau þýða. "Ég var átján ára þegar ég byrjaði að starfa í banka og vissi ekki einu sinni bankanúmerið mitt. Svo hef ég margsinnis rekið mig á að fólk veit ótrúlega lítið og hef hitt fólk sem er komið hátt á þrítugsaldurinn en veit ekkert hvað það er að gera ," segir Fjóla Björk. "Allir þurfa að taka lán einhvern tímann og því þarf fólk að vita hvað er í boði. Ég fer yfir alla lánamöguleika sem bjóðast og þar á meðal eru yfirdráttarlán sem alltof margir hanga á í mörg ár. Fólk er oft með óhagstæð lán þegar önnur hagstæðari bjóðast og því er mikilvægt fyrir þann aldurshóp sem helst er að taka lán að vita hvað hentar hverju sinni og hverjir eru kostir og ókostir þess," segir Fjóla Björk. "Eitt helsta markmið mitt er að fræða ungt fólk um fjármál því á endanum taka allir lán og þá borgar sig að vita um hvað málin snúast. Með því að veita þær grunnupplýsingar sem allir þurfa að vita þá auðvelda ég fólki að vera sjálfbjarga í sínum fjármálum." Fjármál Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
"Hugmyndin kviknaði þarsíðasta sumar þegar ég starfaði í banka og kom auga á hversu fræðslu um dagleg fjármál er ábótavant,"segir Fjóla Björk Karlsdóttir, nemi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri, sem samdi námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema. "Ég fór í barneignafrí með dóttur mína og byrjaði bara á að búa til texta í Word sem ég fór svo með á fund allra skólastjóranna á Akureyri og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar. Þeim leist vel á þetta og vildu fá efnið tilbúið sem fyrst," segir Fjóla sem stökk á tækifærið og réðst í útgáfu á kennsluefninu. "Ekki er til neitt námsefni fyrir um fjármál og er það hreint ótrúlegt að grunnskólarnir skuli ekki hafa tekið á þessu. Við kennum börnunum okkar sparnað og gefum þeim sparibauka en svo nær það ekkert lengra," segir Fjóla Björk en nú er námsefnið hennar kennt í um fimmtíu skólum víðs vegar um land og selt í öllum verslunum Pennans. "Efnið er sérstaklega ætlað ungu fólki sem einn daginn mun halda út í lífið og þarf að takast á við fjármálin. Svo virðist sem aðgengi upplýsinga sé almennt lítið og er oft þjónustufulltrúinn sá eini sem veitt getur upplýsingar. Ég vil að fólk sé uppfrætt því aðalatriðið er að spyrja réttu spurninganna þegar farið er í bankann," segir Fjóla Björk sem tekur fram að helsti kostur efnisins sé að það sé óháð en komi ekki frá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum. Bókin er byggð upp á einfaldan máta og hefst á almennum upplýsingum um bankana eins og til dæmis hvað bankanúmer eru og hvað þau þýða. "Ég var átján ára þegar ég byrjaði að starfa í banka og vissi ekki einu sinni bankanúmerið mitt. Svo hef ég margsinnis rekið mig á að fólk veit ótrúlega lítið og hef hitt fólk sem er komið hátt á þrítugsaldurinn en veit ekkert hvað það er að gera ," segir Fjóla Björk. "Allir þurfa að taka lán einhvern tímann og því þarf fólk að vita hvað er í boði. Ég fer yfir alla lánamöguleika sem bjóðast og þar á meðal eru yfirdráttarlán sem alltof margir hanga á í mörg ár. Fólk er oft með óhagstæð lán þegar önnur hagstæðari bjóðast og því er mikilvægt fyrir þann aldurshóp sem helst er að taka lán að vita hvað hentar hverju sinni og hverjir eru kostir og ókostir þess," segir Fjóla Björk. "Eitt helsta markmið mitt er að fræða ungt fólk um fjármál því á endanum taka allir lán og þá borgar sig að vita um hvað málin snúast. Með því að veita þær grunnupplýsingar sem allir þurfa að vita þá auðvelda ég fólki að vera sjálfbjarga í sínum fjármálum."
Fjármál Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira