Sérverslun með stíl 25. ágúst 2004 00:01 Lakkrísbúðin á Laugavegi er skemmtileg sérverslun sem opnaði í vor. Lakkrísbúðin selur hátísku fatnað eftir erlenda unga framsækna hönnuði og byrjaði nýverið að bjóða einnig upp á íslenska hönnun. Það eru systkinin Þuríður Rún Sigurþórsdóttir og Þór Sigurþórsson ásamt Andreu Maack Pétursdóttur sem eiga og reka Lakkrísbúðina. Þuríður og Þór eru bæði menntuð úr textíl og fatabransanum. Þuríður útskrifaðist frá Central Saint Martins hönnunarskólanum í London fyrir nokkrum árum og Þór kláraði textíl og fatahönnun frá Listháskóla Íslands árið 2002. Andrea er myndlistarnemi við Listháskólann. Þríeykinu fannst vöntun á ferskri hönnun hér á landi og leituðu út fyrir landsteinana og fundu unga spennandi hönnuði sem hafa gert garðinn frægan ytra og eru komnir það langt að flíkurnar þeirra birtast reglulega í helstu tískublöðum heims. Nú þegar fást í Lakkrísbúðinni meðal annars vörur frá Emmu Chook, Peter Jensen og skartgripir frá Yazbukey og von er á fleiri spennandi merkjum. Með stofnun búðarinnar vildu eigendurnir líka skapa vettvang fyrir unga íslenska hönnuði að koma flíkum sínum á framfæri, núna eru Kristín Gunnarsdóttir og Iðunn Andersen með vörur í Lakkrísbúðinni og íslenska hönnunin á eflaust eftir að aukast í nánustu framtíð. Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Lakkrísbúðin á Laugavegi er skemmtileg sérverslun sem opnaði í vor. Lakkrísbúðin selur hátísku fatnað eftir erlenda unga framsækna hönnuði og byrjaði nýverið að bjóða einnig upp á íslenska hönnun. Það eru systkinin Þuríður Rún Sigurþórsdóttir og Þór Sigurþórsson ásamt Andreu Maack Pétursdóttur sem eiga og reka Lakkrísbúðina. Þuríður og Þór eru bæði menntuð úr textíl og fatabransanum. Þuríður útskrifaðist frá Central Saint Martins hönnunarskólanum í London fyrir nokkrum árum og Þór kláraði textíl og fatahönnun frá Listháskóla Íslands árið 2002. Andrea er myndlistarnemi við Listháskólann. Þríeykinu fannst vöntun á ferskri hönnun hér á landi og leituðu út fyrir landsteinana og fundu unga spennandi hönnuði sem hafa gert garðinn frægan ytra og eru komnir það langt að flíkurnar þeirra birtast reglulega í helstu tískublöðum heims. Nú þegar fást í Lakkrísbúðinni meðal annars vörur frá Emmu Chook, Peter Jensen og skartgripir frá Yazbukey og von er á fleiri spennandi merkjum. Með stofnun búðarinnar vildu eigendurnir líka skapa vettvang fyrir unga íslenska hönnuði að koma flíkum sínum á framfæri, núna eru Kristín Gunnarsdóttir og Iðunn Andersen með vörur í Lakkrísbúðinni og íslenska hönnunin á eflaust eftir að aukast í nánustu framtíð.
Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira