Hið sérstaka í skápnum 25. ágúst 2004 00:01 "Ég á buxur sem eru frekar sérstakar. Þær eru karrígular og eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Brynja Valdís Gísladóttir, leikkona. "Ég keypti þessar buxur á útimarkaði í Brussel þegar ég var í bekkjarferð með Leiklistarskólanum árið 2001. Ég kom strax auga á þær og það skemmtilega er að þær voru einu sinni gardínur í einhverri stofnun þar í borg. Þegar gluggatjöldin voru tekin niður voru búnar til buxur úr þeim. Þær eru frekar þykkar með blómamynstri og úr ekta gluggatjaldaefni," segir Brynja Valdís og bætir við að buxurnar hafi verið þær einu sem búnar voru til úr þessum frægu gardínum. Það er alls ekki amalegt að eiga svona einstakar buxur sem enginn annar á. Brynja Valdís segist þó ekki nota þær mjög mikið þar sem þær veki verðskuldaða athygli. "Ég nota þær endrum og eins við sérstök tækifæri." Annars er nóg að gera hjá Brynju Valdísi um þessar mundir og kannski ekki tími til að klæðast karrígulu buxunum. "Það er rokna stuð í sýningunni Happy End hjá Sumaróperunni sem ég leik í þessa dagana. Það er mikil leikgleði og góður mórall," segir Brynja Valdís glöð í bragði en annars er hægt að fylgjast grannt með henni á vefsíðunni brynjavaldis.com. Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
"Ég á buxur sem eru frekar sérstakar. Þær eru karrígular og eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Brynja Valdís Gísladóttir, leikkona. "Ég keypti þessar buxur á útimarkaði í Brussel þegar ég var í bekkjarferð með Leiklistarskólanum árið 2001. Ég kom strax auga á þær og það skemmtilega er að þær voru einu sinni gardínur í einhverri stofnun þar í borg. Þegar gluggatjöldin voru tekin niður voru búnar til buxur úr þeim. Þær eru frekar þykkar með blómamynstri og úr ekta gluggatjaldaefni," segir Brynja Valdís og bætir við að buxurnar hafi verið þær einu sem búnar voru til úr þessum frægu gardínum. Það er alls ekki amalegt að eiga svona einstakar buxur sem enginn annar á. Brynja Valdís segist þó ekki nota þær mjög mikið þar sem þær veki verðskuldaða athygli. "Ég nota þær endrum og eins við sérstök tækifæri." Annars er nóg að gera hjá Brynju Valdísi um þessar mundir og kannski ekki tími til að klæðast karrígulu buxunum. "Það er rokna stuð í sýningunni Happy End hjá Sumaróperunni sem ég leik í þessa dagana. Það er mikil leikgleði og góður mórall," segir Brynja Valdís glöð í bragði en annars er hægt að fylgjast grannt með henni á vefsíðunni brynjavaldis.com.
Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira