Ólympíumeistarar eftir vítakeppni 29. ágúst 2004 00:01 Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira