Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum." Atvinna Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum."
Atvinna Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira