Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli." Atvinna Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli."
Atvinna Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira