Freysgoði á fjalirnar 8. september 2004 00:01 "Við erum strax byrjuð að undirbúa afmælisárið," segir Eggert Kaaber hjá Stoppleikhúsinu, sem þessa dagana er að hefja sitt níunda leikár og verður því tíu ára næsta vetur. Sex íslensk leikrit verða á dagskrá Stoppleikhússins í vetur, þar af tvö glæný verk. Annað þeirra hefur Valgeir Skagfjörð samið upp úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Hitt er nýtt íslenskt jólaleikrit sem nefnist Síðasta stríð og verður á dagskrá þegar nær dregur jólum. "Þetta verður stærsta leikár okkar hingað til og stærsta verkefnaskráin," segir Eggert og lofar því að afmælisárið næsta vetur verði enn glæsilegra. Æfingar eru þegar hafnar á Hrafnkels sögu, sem frumsýnd verður í lok september. "Hrafnkels saga er ætluð unglingum og framhaldsskólanemum. Við ætlum að leggja mjög mikið í að gera flotta sýningu með búingum og leikmynd og bardagaatriðum." Stoppleikhúsið er barna- og unglingaleikhús sem leggur sérstaka áherslu á að vera fræðsluleikhús. "Við erum í raun eina starfandi fræðsluleikhúsið á Íslandi í dag," segir Eggert. "Og við leggjum líka sérstaka áherslu á að vera með sýningar sem ætlaðar eru unglingum, því þeir hafa orðið mikið útundan, finnst okkur." Eggert segir það engan hægðarleik að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga. "Það þýðir ekkert að kasta til höndunum. Börn og unglingar eru mjög kröfuharðir áhorfendur og kaupa ekki allt sem þeim er boðið. Sérstaklega unglingarnir, það er ekki sama hvernig farið er að þeim." Leikhús Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Við erum strax byrjuð að undirbúa afmælisárið," segir Eggert Kaaber hjá Stoppleikhúsinu, sem þessa dagana er að hefja sitt níunda leikár og verður því tíu ára næsta vetur. Sex íslensk leikrit verða á dagskrá Stoppleikhússins í vetur, þar af tvö glæný verk. Annað þeirra hefur Valgeir Skagfjörð samið upp úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Hitt er nýtt íslenskt jólaleikrit sem nefnist Síðasta stríð og verður á dagskrá þegar nær dregur jólum. "Þetta verður stærsta leikár okkar hingað til og stærsta verkefnaskráin," segir Eggert og lofar því að afmælisárið næsta vetur verði enn glæsilegra. Æfingar eru þegar hafnar á Hrafnkels sögu, sem frumsýnd verður í lok september. "Hrafnkels saga er ætluð unglingum og framhaldsskólanemum. Við ætlum að leggja mjög mikið í að gera flotta sýningu með búingum og leikmynd og bardagaatriðum." Stoppleikhúsið er barna- og unglingaleikhús sem leggur sérstaka áherslu á að vera fræðsluleikhús. "Við erum í raun eina starfandi fræðsluleikhúsið á Íslandi í dag," segir Eggert. "Og við leggjum líka sérstaka áherslu á að vera með sýningar sem ætlaðar eru unglingum, því þeir hafa orðið mikið útundan, finnst okkur." Eggert segir það engan hægðarleik að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga. "Það þýðir ekkert að kasta til höndunum. Börn og unglingar eru mjög kröfuharðir áhorfendur og kaupa ekki allt sem þeim er boðið. Sérstaklega unglingarnir, það er ekki sama hvernig farið er að þeim."
Leikhús Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira