Skotið á tyggjóklessur 19. september 2004 00:01 "Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing," segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrirtækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdóttur hjúkrunarfræðingi. Ævintýrið hófst á því að hann sá tyggjóhreinsivél auglýsta í bandarísku blaði en endaði á því að finna fullkomnu vélina í Birmingham í Englandi. "Við héldum til Englands þar sem við heilluðumst af vélinni og hófum þá reksturinn upp frá því. Í fyrstu gerðum við þetta samhliða vinnu en nú hef ég alfarið snúið mér að rekstri þessa smáa fjölskyldufyrirtækis," segir Erlingur. Tæknin við að losa klessurnar felst í því að vatn er hitað upp í 100 til 150 gráður og síðar er því skotið með lágum þrýstingi á klessurnar. Að því loknu er vistvænu hreinsiefni bætt við og klessan einfaldlega burstuð í burtu, en ólíkt hefðbundinni háþrýstitækni leysir þessi aðferð tyggjóið alveg upp. "Þetta er hljóðlaus og áreynslulaus háttur við hreinsunina og gæti í raun hentað í ótrúlegustu hreinsunarverkefnum," segir Erlingur og segir að hrein aðkoma að fyrirækjum kalli á jákvæða upplifun viðskiptavina. "Fólk myndi aldrei henda tyggjó á stéttina fyrir utan heimili sitt, en það er eins og þegar það er komið á almenningssvæði sýni það umhverfinu ekki eins mikla virðingu. Mörgum finnst í lagi að hegða sér með þessum hætti en þegar fyrirtækin verða yfirþreytt á þessu kalla þau á okkar hjálp," segir Erlingur, sem þarf að veita ýmsum fyrirtækjum endurtekna þjónustu þar sem klessurnar koma alltaf aftur, en hann segir það vera með minni tilkostnaði í hvert skipti. "Endalaust úrval af bragðtegundum eykur bara á vinsældir tyggigúmmís og eru götur fullar af tyggjóklessum alheimsvandamál sem ekki virðist vera að minnka," segir Erlingur. Atvinna Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing," segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrirtækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdóttur hjúkrunarfræðingi. Ævintýrið hófst á því að hann sá tyggjóhreinsivél auglýsta í bandarísku blaði en endaði á því að finna fullkomnu vélina í Birmingham í Englandi. "Við héldum til Englands þar sem við heilluðumst af vélinni og hófum þá reksturinn upp frá því. Í fyrstu gerðum við þetta samhliða vinnu en nú hef ég alfarið snúið mér að rekstri þessa smáa fjölskyldufyrirtækis," segir Erlingur. Tæknin við að losa klessurnar felst í því að vatn er hitað upp í 100 til 150 gráður og síðar er því skotið með lágum þrýstingi á klessurnar. Að því loknu er vistvænu hreinsiefni bætt við og klessan einfaldlega burstuð í burtu, en ólíkt hefðbundinni háþrýstitækni leysir þessi aðferð tyggjóið alveg upp. "Þetta er hljóðlaus og áreynslulaus háttur við hreinsunina og gæti í raun hentað í ótrúlegustu hreinsunarverkefnum," segir Erlingur og segir að hrein aðkoma að fyrirækjum kalli á jákvæða upplifun viðskiptavina. "Fólk myndi aldrei henda tyggjó á stéttina fyrir utan heimili sitt, en það er eins og þegar það er komið á almenningssvæði sýni það umhverfinu ekki eins mikla virðingu. Mörgum finnst í lagi að hegða sér með þessum hætti en þegar fyrirtækin verða yfirþreytt á þessu kalla þau á okkar hjálp," segir Erlingur, sem þarf að veita ýmsum fyrirtækjum endurtekna þjónustu þar sem klessurnar koma alltaf aftur, en hann segir það vera með minni tilkostnaði í hvert skipti. "Endalaust úrval af bragðtegundum eykur bara á vinsældir tyggigúmmís og eru götur fullar af tyggjóklessum alheimsvandamál sem ekki virðist vera að minnka," segir Erlingur.
Atvinna Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira