Fólk er af báðum kynjum 19. september 2004 00:01 Eymundur Hannesson fékk styrk frá Félagsþjónustunni til náms í félagsráðgjöf haustið 2002. Af hverju sóttirðu um þennan styrk? "Ég hugsaði mig lengi um áður en ég sótti um. Ég vissi um þær kvaðir sem fylgdu styrknum og vildi því vera alveg viss um að ég vildi vinna í eitt ár hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Ég vann svo sumarið 2002 sem ráðgjafi í afleysingum hjá Félagsþjónustunni og starfsandinn og allur sá stuðningur sem maður fékk réð baggamuninn. Fjölbreytileiki mála hefur líka mikið að segja. Að vinna á svona stórum vinnustað þar sem faglegur stuðningur og leiðbeining er til staðar er gott veganesti fyrir nýútskrifaðan fagmann." Var styrkurinn eða sú staðreynd að hann var veittur hvatning fyrir þig til að nema félagsráðgjöf? "Nei, ég hafði ekki frétt af styrknum þegar ég ákvað að leggja stund á félagsráðgjafanám. Ég kom í HÍ haustið 1999 með ákveðna stefnu sem ég hafði tekið vorið áður. Ég var það ákveðinn að ég flutti landshorna á milli til að leggja stund á þetta tiltekna nám og hef ekki séð eftir því." Hversu hár var styrkurinn? "200.000 kr. og hann kom sér mjög vel. Svona nám er dýrt, ekki síst þegar maður er ekki lengur unglingur, skuldbindingarnar eru orðnar meiri og kannski lífsstandardinn hærri. " Hvað finnst þér um slíka kynbundna styrki? "Mér finnst jákvæð mismunun rétt, en það er spurning hvort þetta ber þann árangur sem vonir stóðu til. Mér finnst að það þurfi að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum þar sem unnið er með fólki, það er jú af báðum kynjum." Atvinna Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Eymundur Hannesson fékk styrk frá Félagsþjónustunni til náms í félagsráðgjöf haustið 2002. Af hverju sóttirðu um þennan styrk? "Ég hugsaði mig lengi um áður en ég sótti um. Ég vissi um þær kvaðir sem fylgdu styrknum og vildi því vera alveg viss um að ég vildi vinna í eitt ár hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Ég vann svo sumarið 2002 sem ráðgjafi í afleysingum hjá Félagsþjónustunni og starfsandinn og allur sá stuðningur sem maður fékk réð baggamuninn. Fjölbreytileiki mála hefur líka mikið að segja. Að vinna á svona stórum vinnustað þar sem faglegur stuðningur og leiðbeining er til staðar er gott veganesti fyrir nýútskrifaðan fagmann." Var styrkurinn eða sú staðreynd að hann var veittur hvatning fyrir þig til að nema félagsráðgjöf? "Nei, ég hafði ekki frétt af styrknum þegar ég ákvað að leggja stund á félagsráðgjafanám. Ég kom í HÍ haustið 1999 með ákveðna stefnu sem ég hafði tekið vorið áður. Ég var það ákveðinn að ég flutti landshorna á milli til að leggja stund á þetta tiltekna nám og hef ekki séð eftir því." Hversu hár var styrkurinn? "200.000 kr. og hann kom sér mjög vel. Svona nám er dýrt, ekki síst þegar maður er ekki lengur unglingur, skuldbindingarnar eru orðnar meiri og kannski lífsstandardinn hærri. " Hvað finnst þér um slíka kynbundna styrki? "Mér finnst jákvæð mismunun rétt, en það er spurning hvort þetta ber þann árangur sem vonir stóðu til. Mér finnst að það þurfi að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum þar sem unnið er með fólki, það er jú af báðum kynjum."
Atvinna Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira