Sveitastjórnarmenn í málið 28. september 2004 00:01 Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira
Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira