Oft á öndverðum meiði 29. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um marga dóma Hæstaréttar og gagnrýnt hann í nokkrum tilvikum. Má því ætla að sumir dóma hans hefðu fallið á annan veg ef Jón hefði klæðst svörtu skikkjunni. Desember 1998 - Valdimarsdómurinn. Jón Steinar sagðist út af fyrir sig sammála niðurstöðu Hæstaréttar í svonefndum Valdimarsdómi. Hann áréttaði hins vegar vandlega að dómurinn segði ekki neitt um lögmæti kvótakerfið sjálfs þótt Hæstiréttur hefði notað orðið "veiðiheimild" í úrskurði sínum. Apríl 2000 - Vatneyrardómurinn Jón Steinar var ánægður með Vatneyrardóminn svokallaða en þá festi Hæstiréttur kvótakerfið í sessi. Jón sagði við þetta tilefni að menn væru farnir að mistúlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. "Það er eins og menn telji að með 65. greininni sé búið að lögleiða eins konar sósíalisma," sagði hann í viðtali. Október 2000 - Skaðabótamál Kio Briggs Jóni Steinari misbauð að Hæstiréttur synjaði Briggs um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds og ritaði af því tilefni í Morgunblaðið: "Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsissviptingarinnar." Desember 2000 - Öryrkjadómurinn Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að skerða tekjur öryrkja vegna tekna maka þeirra og olli dómurinn miklum titringi í þjóðfélaginu. Jón Steinar var afar ósáttur við öryrkjadóminn af tveimur ástæðum. Í fyrra lagi taldi hann að Hæstiréttur væri að taka sér löggjafarvald sem hann hefði ekki. Í síðara lagi áleit hann að rétturinn ætti ekki að fjalla um mál sem vörðuðu efnahagsleg og félagsleg réttindi. Mars 2004 - Dómur vegna læknamistaka Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms um að læknar hefðu með gáleysi orðið valdir að fötlun lítillar telpu. Jón Steinar, sem var lögmaður stúlkunnar, átaldi Hæstarétt harðlega fyrir málsmeðferðina og sagði hann ekki hafa gætt hlutleysis heldur gengið til liðs við íslenska ríkið í málaferlunum. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um marga dóma Hæstaréttar og gagnrýnt hann í nokkrum tilvikum. Má því ætla að sumir dóma hans hefðu fallið á annan veg ef Jón hefði klæðst svörtu skikkjunni. Desember 1998 - Valdimarsdómurinn. Jón Steinar sagðist út af fyrir sig sammála niðurstöðu Hæstaréttar í svonefndum Valdimarsdómi. Hann áréttaði hins vegar vandlega að dómurinn segði ekki neitt um lögmæti kvótakerfið sjálfs þótt Hæstiréttur hefði notað orðið "veiðiheimild" í úrskurði sínum. Apríl 2000 - Vatneyrardómurinn Jón Steinar var ánægður með Vatneyrardóminn svokallaða en þá festi Hæstiréttur kvótakerfið í sessi. Jón sagði við þetta tilefni að menn væru farnir að mistúlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. "Það er eins og menn telji að með 65. greininni sé búið að lögleiða eins konar sósíalisma," sagði hann í viðtali. Október 2000 - Skaðabótamál Kio Briggs Jóni Steinari misbauð að Hæstiréttur synjaði Briggs um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds og ritaði af því tilefni í Morgunblaðið: "Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsissviptingarinnar." Desember 2000 - Öryrkjadómurinn Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að skerða tekjur öryrkja vegna tekna maka þeirra og olli dómurinn miklum titringi í þjóðfélaginu. Jón Steinar var afar ósáttur við öryrkjadóminn af tveimur ástæðum. Í fyrra lagi taldi hann að Hæstiréttur væri að taka sér löggjafarvald sem hann hefði ekki. Í síðara lagi áleit hann að rétturinn ætti ekki að fjalla um mál sem vörðuðu efnahagsleg og félagsleg réttindi. Mars 2004 - Dómur vegna læknamistaka Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms um að læknar hefðu með gáleysi orðið valdir að fötlun lítillar telpu. Jón Steinar, sem var lögmaður stúlkunnar, átaldi Hæstarétt harðlega fyrir málsmeðferðina og sagði hann ekki hafa gætt hlutleysis heldur gengið til liðs við íslenska ríkið í málaferlunum.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira