Næsland frumsýnd í kvöld 30. september 2004 00:01 Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi. Menning Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi.
Menning Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein