Skólastarf hófst að nýju 13. október 2005 14:44 Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira