Barnageðdeild í óviðunandi húsnæði 8. október 2004 00:01 Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira