Rokk í Reykjavík 19. október 2004 08:00 Iceland Airwaves-hátíðin var fyrst haldin árið 1999. Þá voru rétt rúmlega þúsund manns samankomnir eina kvöldstund í Flugskýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli og hlustuðu á leik þriggja erlendra hljómsveita og fjögurra íslenskra. Nú, fimm árum síðar, stendur hátíðin í fimm daga, hún er haldin á sex stöðum í miðborg Reykjavíkur og fram koma 137 hljómsveitir, sólóistar og plötusnúðar. Meirihlutinn er íslenskur en 22 koma utan úr heimi. Þorri gesta í flugskýlinu forðum var íslenskur en nú hafa yfir þúsund útlendingar keypt sér miða í gegnum söluskrifstofur Icelandair austan hafs og vestan og viðbúið að enn fleiri hafi komið til landsins á eigin vegum og fest sér miða á Íslandi. Von er á um 150 fjölmiðlamönnum, sem er talsverð aukning frá því sem var í fyrra. Magnús Oddsson ferðamálastjóri er ánægður með tónlistarveisluna enda kærkomin viðbót við annað sem laðar útlendinga til landsins. "Alllir viðburðir eru góðir, ekki síst þeir sem haldnir eru utan háannatíma." Magnús segir erfitt að meta sérstaklega gagnsemi landkynningarinnar sem af Iceland Airwaves hlýst enda koma yfir átta hundruð blaðamenn til landsins á ári hverju og skrif þeirra renna oft saman við annað. "Við höfum hins vegar ekki séð þess merki að tónlistin ein og sér dragi fólk til Íslands. Þegar við spyrjum erlenda gesti hvers vegna þeir komu til landsins er það langoftast vegna náttúrunnar. Við eigum enn eftir að sjá það svart á hvítu að tónlist hafi þar eitthvað að segja, en sá dagur kann að koma," segir Magnús.Þróast frá ári til árs Fyrirtækið Hr. Örlygur annast framkvæmd Iceland Airwaves en Icelandair og Reykjavíkurborg styðja myndarlega við bakið á hátíðinni. Í fyrra gekkst borgin við að leggja fimmtán milljónir króna til verkefnisins á fjórum árum og verðmæti framlags Icelandair er metið á um tíu milljónir á ári. Er það fólgið í farseðlum, kynningarstarfi og beinhörðum peningum. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi unir nokkuð glaður við sitt. Tvö þúsund og fimm hundruð miðar eru í boði og ógjörningur, eins og sakir standa, að fjölga þeim. "Við seljum í raun eins marga miða og við getum. Flugsæti og hótelherbergi bjóða ekki upp á mikið meira og það gæti skapast öngþveiti fyrir utan staðina ef gestirnir væru fleiri." Hann bendir á að góðir tónleikastaðir í miðborg Reykjavíkur séu ekki mjög margir en þeim hafi þó fjölgað og aðstaða batnað. Engu að síður er mikilvægt að þróa hátíðina frá ári til árs. "Hún þarf að verði betri í ár en í fyrra. Áhuginn dofnar ef boðið er upp á það sama og árið áður." Erfitt er að meta peningalega veltu Iceland Airwaves en hún er talsverð. Einföld margföldun á miðaverði (5.000) og gestafjölda (2.500) sýnir að tólf og hálf milljón fæst í kassann. En kostnaðurinn er mikill og víða liggja verðmæti sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Þorsteinn segir sveiflurnar í afkomunni litlar. "Þetta hefur legið þægilega öðru hvoru megin við núllið. Það er aldrei mikill afgangur og aldrei rosalegt tap."Rokkborgin Reykjavík Þátttaka Icelandair í Iceland Airwaves stafar ekki bara af rokkáhuga stjórnenda félagsins. Hátíðin er liður í markaðssetningu Íslands, og þá sér í lagi Reykjavíkur, sem spennandi áfangastaðar utan háannatíma. "Við höfum unnið að þróun ímyndar Reykjavíkur sem hressilegrar og skemmtilegrar borgar með tengsl við náttúruna," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. "Liður í því er að búa til viðburði til að styrkja þessa ímynd. Við bæði auglýsum Iceland Airwaves sérstaklega og fáum umfjöllun í fjölmiðlum. Afraksturinn er því tvíþættur, annars vegar fáum við ferðamenn til að koma á hátíðina sjálfa og hins vegar er þetta tækifæri til að koma Íslandi og Reykjavík á framfæri í gegnum fjölmiðla." Guðjón segir árangurinn þegar góðan, umfjöllunin hafi verið mikil og að mestu jákvæð. "Reykjavík hefur orðið sterka ímynd sem borg áhugaverðrar tónlistar og þar er svo sem fleiru að þakka, t.d. Björk og Sigur Rós. En Iceland Airwaves þykir öðruvísi og sérkennileg og það er einmitt það sem við erum að sækjast eftir. Að auki hefur farþegafjöldinn vaxið með árunum og hátíðin hefur náð eyrum fólks utan Bandaríkjanna og Bretlands. Nú koma gestir einnig frá Skandinavíu, Þýskalandi og víðar af meginlandi Evrópu." Airwaves Innlent Menning Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin var fyrst haldin árið 1999. Þá voru rétt rúmlega þúsund manns samankomnir eina kvöldstund í Flugskýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli og hlustuðu á leik þriggja erlendra hljómsveita og fjögurra íslenskra. Nú, fimm árum síðar, stendur hátíðin í fimm daga, hún er haldin á sex stöðum í miðborg Reykjavíkur og fram koma 137 hljómsveitir, sólóistar og plötusnúðar. Meirihlutinn er íslenskur en 22 koma utan úr heimi. Þorri gesta í flugskýlinu forðum var íslenskur en nú hafa yfir þúsund útlendingar keypt sér miða í gegnum söluskrifstofur Icelandair austan hafs og vestan og viðbúið að enn fleiri hafi komið til landsins á eigin vegum og fest sér miða á Íslandi. Von er á um 150 fjölmiðlamönnum, sem er talsverð aukning frá því sem var í fyrra. Magnús Oddsson ferðamálastjóri er ánægður með tónlistarveisluna enda kærkomin viðbót við annað sem laðar útlendinga til landsins. "Alllir viðburðir eru góðir, ekki síst þeir sem haldnir eru utan háannatíma." Magnús segir erfitt að meta sérstaklega gagnsemi landkynningarinnar sem af Iceland Airwaves hlýst enda koma yfir átta hundruð blaðamenn til landsins á ári hverju og skrif þeirra renna oft saman við annað. "Við höfum hins vegar ekki séð þess merki að tónlistin ein og sér dragi fólk til Íslands. Þegar við spyrjum erlenda gesti hvers vegna þeir komu til landsins er það langoftast vegna náttúrunnar. Við eigum enn eftir að sjá það svart á hvítu að tónlist hafi þar eitthvað að segja, en sá dagur kann að koma," segir Magnús.Þróast frá ári til árs Fyrirtækið Hr. Örlygur annast framkvæmd Iceland Airwaves en Icelandair og Reykjavíkurborg styðja myndarlega við bakið á hátíðinni. Í fyrra gekkst borgin við að leggja fimmtán milljónir króna til verkefnisins á fjórum árum og verðmæti framlags Icelandair er metið á um tíu milljónir á ári. Er það fólgið í farseðlum, kynningarstarfi og beinhörðum peningum. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi unir nokkuð glaður við sitt. Tvö þúsund og fimm hundruð miðar eru í boði og ógjörningur, eins og sakir standa, að fjölga þeim. "Við seljum í raun eins marga miða og við getum. Flugsæti og hótelherbergi bjóða ekki upp á mikið meira og það gæti skapast öngþveiti fyrir utan staðina ef gestirnir væru fleiri." Hann bendir á að góðir tónleikastaðir í miðborg Reykjavíkur séu ekki mjög margir en þeim hafi þó fjölgað og aðstaða batnað. Engu að síður er mikilvægt að þróa hátíðina frá ári til árs. "Hún þarf að verði betri í ár en í fyrra. Áhuginn dofnar ef boðið er upp á það sama og árið áður." Erfitt er að meta peningalega veltu Iceland Airwaves en hún er talsverð. Einföld margföldun á miðaverði (5.000) og gestafjölda (2.500) sýnir að tólf og hálf milljón fæst í kassann. En kostnaðurinn er mikill og víða liggja verðmæti sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Þorsteinn segir sveiflurnar í afkomunni litlar. "Þetta hefur legið þægilega öðru hvoru megin við núllið. Það er aldrei mikill afgangur og aldrei rosalegt tap."Rokkborgin Reykjavík Þátttaka Icelandair í Iceland Airwaves stafar ekki bara af rokkáhuga stjórnenda félagsins. Hátíðin er liður í markaðssetningu Íslands, og þá sér í lagi Reykjavíkur, sem spennandi áfangastaðar utan háannatíma. "Við höfum unnið að þróun ímyndar Reykjavíkur sem hressilegrar og skemmtilegrar borgar með tengsl við náttúruna," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. "Liður í því er að búa til viðburði til að styrkja þessa ímynd. Við bæði auglýsum Iceland Airwaves sérstaklega og fáum umfjöllun í fjölmiðlum. Afraksturinn er því tvíþættur, annars vegar fáum við ferðamenn til að koma á hátíðina sjálfa og hins vegar er þetta tækifæri til að koma Íslandi og Reykjavík á framfæri í gegnum fjölmiðla." Guðjón segir árangurinn þegar góðan, umfjöllunin hafi verið mikil og að mestu jákvæð. "Reykjavík hefur orðið sterka ímynd sem borg áhugaverðrar tónlistar og þar er svo sem fleiru að þakka, t.d. Björk og Sigur Rós. En Iceland Airwaves þykir öðruvísi og sérkennileg og það er einmitt það sem við erum að sækjast eftir. Að auki hefur farþegafjöldinn vaxið með árunum og hátíðin hefur náð eyrum fólks utan Bandaríkjanna og Bretlands. Nú koma gestir einnig frá Skandinavíu, Þýskalandi og víðar af meginlandi Evrópu."
Airwaves Innlent Menning Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira