Ný aðferð til að drepa krabbamein 19. október 2004 00:01 Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira