Loðhælar og loðhúfur 21. október 2004 00:01 Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður. Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður.
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira