Breytti kápuskildi í hálsmen 21. október 2004 00:01 "Ég er algjör tískudrusla eins og vinkonur mínar segja stundum. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum en ég er jafnframt mjög hagsýn í innkaupum. Ég versla mikið á útsölum og reyni að finna föt sem passa við það sem ég á fyrir," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Þegar kemur að uppáhaldinu hjá Margréti er það samt ekki flík sem verður fyrir valinu heldur skartgripur sem hefur aldeilis sögu og sál á bak við sig. "Ég á kápuskjöld sem er frá árinu 1911. Í hann er grafið "Margrjet" með gömlu stafsetningunni. Vinkona mömmu minnar átti þennan skjöld en hún var nafna mín og lést þegar hún var aðeins 21 árs. Ég erfði þennan skjöld og gerði hálsmen úr honum. Þegar eitthvað mikið liggur við finnst mér mjög gaman að bera þetta hálsmen því mér finnst eitthvað gott fylgja því. Það er líka óskaplega fallegt og úr silfri þannig að það vekur mikla athygli." Margrét á mikið af skartgripum þannig að það er annar gripur sem er í miklu uppáhaldi þó hún gangi ekki mikið með skartgripi. "Ég á armband sem ég keypti í Afríku. Það er úr fílabeinstönn sem er svo sem ekki mjög fallegt því fílar eru í útrýmingarhættu. En ég hugsa sem svo að ef ég hefði ekki keypt það hefði einhver annar gert það." Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
"Ég er algjör tískudrusla eins og vinkonur mínar segja stundum. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum en ég er jafnframt mjög hagsýn í innkaupum. Ég versla mikið á útsölum og reyni að finna föt sem passa við það sem ég á fyrir," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Þegar kemur að uppáhaldinu hjá Margréti er það samt ekki flík sem verður fyrir valinu heldur skartgripur sem hefur aldeilis sögu og sál á bak við sig. "Ég á kápuskjöld sem er frá árinu 1911. Í hann er grafið "Margrjet" með gömlu stafsetningunni. Vinkona mömmu minnar átti þennan skjöld en hún var nafna mín og lést þegar hún var aðeins 21 árs. Ég erfði þennan skjöld og gerði hálsmen úr honum. Þegar eitthvað mikið liggur við finnst mér mjög gaman að bera þetta hálsmen því mér finnst eitthvað gott fylgja því. Það er líka óskaplega fallegt og úr silfri þannig að það vekur mikla athygli." Margrét á mikið af skartgripum þannig að það er annar gripur sem er í miklu uppáhaldi þó hún gangi ekki mikið með skartgripi. "Ég á armband sem ég keypti í Afríku. Það er úr fílabeinstönn sem er svo sem ekki mjög fallegt því fílar eru í útrýmingarhættu. En ég hugsa sem svo að ef ég hefði ekki keypt það hefði einhver annar gert það."
Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira