Deilan um landið á tímamótum 21. október 2004 00:01 Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira