Miklar sprengingar í gígnum 2. nóvember 2004 00:01 Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Þegar fréttastofan flaug yfir svæðið á milli klukkan 13 og 14 í dag var skýjahula yfir jöklinum sem náði upp í um sjö þúsund feta hæð. Gosmökkinn lagði til norðausturs en um þetta leyti var áætlað að mökkurinn næði upp í 29 þúsund feta hæð eða þotuflughæð. Þegar nær var komið opnaðisst skyndilega gat í skýjahuluna og við blasti virkasta eldstöð Íslands í öllum sínum ákafa. Það fór ekki á milli mála. Þarna var í gangi öflugt eldgos. Miklar sprengingar komu úr gígnum með reglulegu millibili og þeyttu öskusúlum mörg hundruð metra upp. Undir bólstrunum mátti sjá öskufallið leggjast yfir jökulinn. Þarna fóru saman ís og eldur; jarðeldurinn er að bræða jökulstálið og úr verða gríðarlegir gufubólstrar, auk þess mikla vatns sem bætist við í Grímsvötnin. Af jarðskjáltamælum álykta menn að sennilega hafi gosið verið hvað öflugast um fjögurleytið í nótt en mikill kraftur hafi þó verið í því í allan dag. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð. Síðasta gos var fyrir sex árum, árið 1998, og er gosið nú talið álíka mikið og þá. Þetta gos er hins vegar ólíkt hamfaragosinu árið 1996, sem var nokkru norðar, að því leyti að það bræðir tiltölulega lítinn ís, fór aðeins í gegnum 100 til 200 metra þykka íshellu, og skilar því litlu vatni í hlaup niður á Skeiðarársand.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira