Blandar saman prjóni og perlum 3. nóvember 2004 00:01 "Ég byrjaði að prjóna fyrir nokkrum árum og gat ekki farið eftir uppskrift. Ég byrjaði þá að prjóna eftir auganu og hef gert það síðan. Flíkurnar sem ég prjóna koma út nákvæmlega eins og ég vil að þær geri. Mistökin skapa meistarann og ég skammast mín ekkert fyrir að rekja upp og byrja upp á nýtt," segir Kolbrá Bragadóttir en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir ári. Kolbrá prjónar alls kyns flíkur úr ull og selur þær í versluninni Glamúr á Skólavörðustíg. Kolbrá hefur samt ekki látið myndlistina sitja á hakanum og er til dæmis með verk á Grasrótarsýningunni í Nýlistasafninu. "Ég prjóna til dæmis lokuð axlarsjöl og vesti og er nýbyrjuð að prjóna töskur. Ég vinn líka mikið með perlur og prjóna perlur í ullina þannig að útkoman verður eins konar kvikasilfur. Ég er nýbyrjuð að selja flíkurnar í Glamúr en er búin að vera að gera þessar flíkur lengi. Ég hef setið á hönnun minni í dágóðan tíma því ég var einfaldlega ekki viss hvað ég vildi," segir Kolbrá en hún sameinar hefðir í prjónaskap með því að blanda gömlu handverki við nýtt. Ég er mjög fljót að prjóna og er algjör prjónafíkill. Það er eiginlega mitt helsta áhugamál. Það byrjaði með því að mig langaði að prjóna peysu en það gekk ekki upp með uppskrift. Ég rakti þá allt upp og prjónaði peysuna eins og mig langaði," segir Kolbrá sem hefur greinilega næmt auga fyrir prjónaskap. "Ég hef alltaf átt auðvelt með að gera hluti sjálf. Til dæmis þegar ég var fimm ára bað ég mömmu mína um að kenna mér að prjóna. Hún sagði að ég væri of ung til þess en ég settist við hliðina á henni og horfði á hana fitja upp. Bara með því að horfa á hana náði ég strax tækninni og lærði að prjóna," segir Kolbrá sem gæti vel hugsað sér að prófa sig áfram í fatahönnun. "Ég er að gera tilraunir með það sem ég er að gera. Ég gæti alveg hugsað mér að sauma og hekla. Ég er bara ekki búin að læra að hekla ennþá," segir Kolbrá sem verður eflaust fljót að ná því. Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Ég byrjaði að prjóna fyrir nokkrum árum og gat ekki farið eftir uppskrift. Ég byrjaði þá að prjóna eftir auganu og hef gert það síðan. Flíkurnar sem ég prjóna koma út nákvæmlega eins og ég vil að þær geri. Mistökin skapa meistarann og ég skammast mín ekkert fyrir að rekja upp og byrja upp á nýtt," segir Kolbrá Bragadóttir en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir ári. Kolbrá prjónar alls kyns flíkur úr ull og selur þær í versluninni Glamúr á Skólavörðustíg. Kolbrá hefur samt ekki látið myndlistina sitja á hakanum og er til dæmis með verk á Grasrótarsýningunni í Nýlistasafninu. "Ég prjóna til dæmis lokuð axlarsjöl og vesti og er nýbyrjuð að prjóna töskur. Ég vinn líka mikið með perlur og prjóna perlur í ullina þannig að útkoman verður eins konar kvikasilfur. Ég er nýbyrjuð að selja flíkurnar í Glamúr en er búin að vera að gera þessar flíkur lengi. Ég hef setið á hönnun minni í dágóðan tíma því ég var einfaldlega ekki viss hvað ég vildi," segir Kolbrá en hún sameinar hefðir í prjónaskap með því að blanda gömlu handverki við nýtt. Ég er mjög fljót að prjóna og er algjör prjónafíkill. Það er eiginlega mitt helsta áhugamál. Það byrjaði með því að mig langaði að prjóna peysu en það gekk ekki upp með uppskrift. Ég rakti þá allt upp og prjónaði peysuna eins og mig langaði," segir Kolbrá sem hefur greinilega næmt auga fyrir prjónaskap. "Ég hef alltaf átt auðvelt með að gera hluti sjálf. Til dæmis þegar ég var fimm ára bað ég mömmu mína um að kenna mér að prjóna. Hún sagði að ég væri of ung til þess en ég settist við hliðina á henni og horfði á hana fitja upp. Bara með því að horfa á hana náði ég strax tækninni og lærði að prjóna," segir Kolbrá sem gæti vel hugsað sér að prófa sig áfram í fatahönnun. "Ég er að gera tilraunir með það sem ég er að gera. Ég gæti alveg hugsað mér að sauma og hekla. Ég er bara ekki búin að læra að hekla ennþá," segir Kolbrá sem verður eflaust fljót að ná því.
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira