
Innlent
Forsýningarágóði til Geðhjálpar
Ágóði forsýningar kvikmyndarinnar Ladder 49 með Joaquin Phoenix og John Travolta í aðalhlutverkum mun renna til styrktar Geðhjálp. Myndin verður forsýnd í Sambíóunum, Álfabakka, í kvöld klukkan 19.30. Myndin greinir frá hættulegu starfi slökkviliðsmanna í Baltimore. Það eru slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Bylgjan og Sambíóin, sem standa fyrir sýningunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætir á svæðið með tæki og tól og verða með ýmsar uppákomur.