Læknir í þremur kærumálum 8. nóvember 2004 00:01 Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira