Tekjuskattur lækkar um 4% 19. nóvember 2004 00:01 Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar. Tekjuskattur lækkar um eitt prósent nú um áramótin, eitt til um þau næstu og svo um tvö prósent árið 2007. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra kynntu frumvarp þess efnis í dag en það var samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Þeir segja lækkunina draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins og að mikil hækkun barnabóta muni koma barnafjölskyldum til góða, mest hinum tekjulægri. Þetta er pakki upp á 22 milljarða; stóriðjugróðinn að skila sér til fólksins í landinu segir forsætisráðherra - arðgreiðsla til almennings segir fjármálaráðherra. Hinn síðarnefndi segir von á miklum tekjuauka vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu en auðvitað sé nauðsynlegt að halda þétt um útgjöld ríkisins og annarra á næstu árum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að þetta komi fram núna þannig að aðilar sem séu að semja um kaup og kjör á næstu árum viti nákvæmlega hvað ríkisstjórnin ætlast fyrir. Þetta auki ráðstöfunartekjur heimilanna um 4,5% á tímabilinu og töluvert mikið meira hjá barnafólki og því telji stjórnvöld þetta bestu leiðina til að koma aukningu ráðstöfunartekna til skila á næstu árum. Spurður hvort hann líti svo á að með þessu hafi loforð Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir frá því í síðustu kosningum verið efnt segir fjármálaráðherra svo vera. Það eigi reyndar eftir að fá niðurstöðu varðandi virðisaukaskattinn og vinnuhópur verður settur í gang í tengslum við hann. „En hvað varðar stóru þættina í tekjuskatti, eignaskatti og erfðafjárskatti þá er þetta komið í höfn með þessum breytingum,“ segir fjármálaráðherra. Samkvæmt dæmum sem ríkisstjórnin leggur fram hækka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára aldri og 125 þúsund krónur í mánaðartekjur um 12.500 eða tíu prósent. Hjón með tvö börn og eitt undir sjö ára aldri og 300 þúsund króna mánaðartekjur hækka um 23.500 eða 9,5 prósent. Fjármál Innlent Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar. Tekjuskattur lækkar um eitt prósent nú um áramótin, eitt til um þau næstu og svo um tvö prósent árið 2007. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra kynntu frumvarp þess efnis í dag en það var samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Þeir segja lækkunina draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins og að mikil hækkun barnabóta muni koma barnafjölskyldum til góða, mest hinum tekjulægri. Þetta er pakki upp á 22 milljarða; stóriðjugróðinn að skila sér til fólksins í landinu segir forsætisráðherra - arðgreiðsla til almennings segir fjármálaráðherra. Hinn síðarnefndi segir von á miklum tekjuauka vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu en auðvitað sé nauðsynlegt að halda þétt um útgjöld ríkisins og annarra á næstu árum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að þetta komi fram núna þannig að aðilar sem séu að semja um kaup og kjör á næstu árum viti nákvæmlega hvað ríkisstjórnin ætlast fyrir. Þetta auki ráðstöfunartekjur heimilanna um 4,5% á tímabilinu og töluvert mikið meira hjá barnafólki og því telji stjórnvöld þetta bestu leiðina til að koma aukningu ráðstöfunartekna til skila á næstu árum. Spurður hvort hann líti svo á að með þessu hafi loforð Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir frá því í síðustu kosningum verið efnt segir fjármálaráðherra svo vera. Það eigi reyndar eftir að fá niðurstöðu varðandi virðisaukaskattinn og vinnuhópur verður settur í gang í tengslum við hann. „En hvað varðar stóru þættina í tekjuskatti, eignaskatti og erfðafjárskatti þá er þetta komið í höfn með þessum breytingum,“ segir fjármálaráðherra. Samkvæmt dæmum sem ríkisstjórnin leggur fram hækka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára aldri og 125 þúsund krónur í mánaðartekjur um 12.500 eða tíu prósent. Hjón með tvö börn og eitt undir sjö ára aldri og 300 þúsund króna mánaðartekjur hækka um 23.500 eða 9,5 prósent.
Fjármál Innlent Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp