Vill leggja hegningarhúsið niður 29. nóvember 2004 00:01 Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira