Alnæmi eykst mest meðal kvenna 30. nóvember 2004 00:01 "Konur og stúlkur smitast í sívaxandi mæli af HIV og alnæmi. Auðvitað mest í hinum fátækari löndum heims, en við Íslendingar þurfum líka að gæta okkar því smituðum gagnkynhneigðum konum hefur fjölgað hér á síðustu árum," segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Landlæknisembættinu. Hún heldur áfram: "Fjölgunin hefur verið mest meðal ungra kvenna 15-24 ára. Í þeim löndum þar sem ástandið er hvað verst er meira en helmingur stúlkna og kvenna með sjúkdóminn. Það er fyrst og fremst hin bága samfélagslega staða sem gerir stöðu þeirra viðkvæmari en karla. Vegna lítillar menntunar eru þær oft mjög illa upplýstar um sjúkdóminn og vita ekki hvernig þær eiga að verja sig. Hin samfélagslega staða þeirra gerir þeim líka erfiðara um vik að semja um notkun smokksins. Konur eru víða að smitast af eiginmönnum sínum og eru fleiri giftar konur smitaðar af sjúkdómnum en jafnöldrur þeirra sem eru ógiftar. Konur eru líka í mun meira mæli en karlar þolendur kynferðisofbeldis alls staðar í heiminum, en það eykur hættuna á smiti." Í framhaldinu bendir Sigurlaug aukna hættu á smiti hér á landi vegna sívaxandi ferðalaga Íslendinga til útlanda og segir landsmenn síst af öllu mega sofna á verðinum. "Meðan engin lækning finnst við sjúkdómnum þá verðum við að horfast í augu við hættuna," segir hún. ,,Við þurfum líka að geta rætt um kynlíf á opinn og heilbrigðan hátt í fjölskyldunum og í samfélaginu öllu og vera gagnrýnin á ýmis villandi og misvísandi skilaboð sem við fáum frá umhverfinu." Hún upplýsir í lokin að verið sé að þróa forvörn sem auðveldi konum að verja sig sjálfar gegn kynsjúkdómasmiti. "Þetta eru ákveðin veirudrepandi smyrsl sem lofa góðu en það vantar fjármagn til að flýta þeim rannsóknum. Það er því smokkurinn sem er áfram tryggasta vörnin. Þetta þarf unga fólkið og fólk almennt að hafa hugfast og bæði kynin verða að axla ábyrgð." Heilsa Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
"Konur og stúlkur smitast í sívaxandi mæli af HIV og alnæmi. Auðvitað mest í hinum fátækari löndum heims, en við Íslendingar þurfum líka að gæta okkar því smituðum gagnkynhneigðum konum hefur fjölgað hér á síðustu árum," segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Landlæknisembættinu. Hún heldur áfram: "Fjölgunin hefur verið mest meðal ungra kvenna 15-24 ára. Í þeim löndum þar sem ástandið er hvað verst er meira en helmingur stúlkna og kvenna með sjúkdóminn. Það er fyrst og fremst hin bága samfélagslega staða sem gerir stöðu þeirra viðkvæmari en karla. Vegna lítillar menntunar eru þær oft mjög illa upplýstar um sjúkdóminn og vita ekki hvernig þær eiga að verja sig. Hin samfélagslega staða þeirra gerir þeim líka erfiðara um vik að semja um notkun smokksins. Konur eru víða að smitast af eiginmönnum sínum og eru fleiri giftar konur smitaðar af sjúkdómnum en jafnöldrur þeirra sem eru ógiftar. Konur eru líka í mun meira mæli en karlar þolendur kynferðisofbeldis alls staðar í heiminum, en það eykur hættuna á smiti." Í framhaldinu bendir Sigurlaug aukna hættu á smiti hér á landi vegna sívaxandi ferðalaga Íslendinga til útlanda og segir landsmenn síst af öllu mega sofna á verðinum. "Meðan engin lækning finnst við sjúkdómnum þá verðum við að horfast í augu við hættuna," segir hún. ,,Við þurfum líka að geta rætt um kynlíf á opinn og heilbrigðan hátt í fjölskyldunum og í samfélaginu öllu og vera gagnrýnin á ýmis villandi og misvísandi skilaboð sem við fáum frá umhverfinu." Hún upplýsir í lokin að verið sé að þróa forvörn sem auðveldi konum að verja sig sjálfar gegn kynsjúkdómasmiti. "Þetta eru ákveðin veirudrepandi smyrsl sem lofa góðu en það vantar fjármagn til að flýta þeim rannsóknum. Það er því smokkurinn sem er áfram tryggasta vörnin. Þetta þarf unga fólkið og fólk almennt að hafa hugfast og bæði kynin verða að axla ábyrgð."
Heilsa Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira