Landspítali sakaður um lögbrot 2. desember 2004 00:01 Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira