Gruna miltisbrand í álagablettum 2. desember 2004 00:01 Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira
Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira