Bætur vegna barnsláts fyrir dómi 3. desember 2004 00:01 Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaábyrgð ríkisins fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss, sem er í raun viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað, að sögn lögmannsins. Upphaf þessa máls má rekja til þess er móðirin fór í legvatnsstungu á Landspítala háskólasjúkarhúsi, að því er komið hefur fram í greinargerð lögmannsins. Var þá eftir því tekið að blóð kom í sprautuna. Gaf það til kynna að stungið hefði verið á æð í fylgjunni. Eftir þetta var móðirin sett í sírita. Kvartaði hún ítrekað undan því að fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ítrekaðar athugasemdir þess efnis var læknir sóttur til þess að skoða konuna. Voru þá farin að sjást alvarleg merki á síritanum. Fljótlega var tekin ákvörðun um að taka barnið með bráðakeisaraskurði og var það gert að þremur stundarfjórðungum liðnum. Hafði konan þá verið í sírita með hléi í um það bil fjórar klukkustundir. Það var þann 8. nóvember sem barnið var tekið með keisaraskurði, en aðeins fjórum dögum síðar lést það. Foreldrarnir kærðu starfsfólk Landspítalans til Landlæknisembættisins. Þá lagði lögmaður þeirra beiðni til Lögreglustjórans í Reykjavík þess efnis að lögreglan rannsakaði lát barnsins, þar á meðal hvort brotið hefði verið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúklinga til lögreglu. Lögreglustjóri synjaði beiðninni. Lögmaðurinn skaut þá málinu til ríkissaksóknara sem úrskurðaði að löreglurannsókn skyldi fara fram. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í þessu sérstæða máli. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Landspítala háskólasjúkrahúsi í nóvember 2002. Er málið nú fyrir héraðsdómi og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns foreldra barnsins. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaábyrgð ríkisins fyrir hönd Landspítala háskólasjúkrahúss, sem er í raun viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað, að sögn lögmannsins. Upphaf þessa máls má rekja til þess er móðirin fór í legvatnsstungu á Landspítala háskólasjúkarhúsi, að því er komið hefur fram í greinargerð lögmannsins. Var þá eftir því tekið að blóð kom í sprautuna. Gaf það til kynna að stungið hefði verið á æð í fylgjunni. Eftir þetta var móðirin sett í sírita. Kvartaði hún ítrekað undan því að fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ítrekaðar athugasemdir þess efnis var læknir sóttur til þess að skoða konuna. Voru þá farin að sjást alvarleg merki á síritanum. Fljótlega var tekin ákvörðun um að taka barnið með bráðakeisaraskurði og var það gert að þremur stundarfjórðungum liðnum. Hafði konan þá verið í sírita með hléi í um það bil fjórar klukkustundir. Það var þann 8. nóvember sem barnið var tekið með keisaraskurði, en aðeins fjórum dögum síðar lést það. Foreldrarnir kærðu starfsfólk Landspítalans til Landlæknisembættisins. Þá lagði lögmaður þeirra beiðni til Lögreglustjórans í Reykjavík þess efnis að lögreglan rannsakaði lát barnsins, þar á meðal hvort brotið hefði verið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúklinga til lögreglu. Lögreglustjóri synjaði beiðninni. Lögmaðurinn skaut þá málinu til ríkissaksóknara sem úrskurðaði að löreglurannsókn skyldi fara fram. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í þessu sérstæða máli.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira