Skutu sér leið inn í íbúðina 4. desember 2004 00:01 Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Nágranni sem taldi sig hafa heyrt skothvelli hringdi í lögregluna sem sendi fjölda vopnaðra sérsveitarmanna á staðinn. Mennirnir voru horfnir af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá sem voru að verki og hófst strax leit að mönnunum sem flestir hafa áður komið við sögu lögreglu. Skýrslur voru teknar af nokkrum mönnum, sem grunaðir eru um húsbrotið, í gær og á eftir að taka skýrslur af fleirum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki tjá sig um árásina en honum var augljóslega brugðið. Handleggsbrotið og áverkinn, sem maðurinn fékk á ennið, voru veitt með barefli líklega golfkylfu sem tekin hafði verið úr golfsetti fyrir innan útidyrnar. Lögregla tók einnig til skoðunar hamar sem fannst í íbúðinni en óvíst er hvort árásarmennirnir beittu honum. Haglaskot eins og notuð eru við gæsaveiðar voru í haglabyssunni sem var skotið af. Rottweilerhundur húseigandans virðist ekki hafa ráðist að árásarmönnunum. Nágranni sem Fréttablaðið ræddi við segist rétt hafa rumskað við einhver læti og óp í konu en segir eiginmann sinn hafa heyrt mikil slagsmálalæti. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki liggja fyrir hvert tilefni árásarinnar var. En segir öll mál sem þessi vera litin mjög alvarlegum augum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sjö eða átta menn réðust, vopnaðir haglabyssu, inn í íbúð í Fossvogi um klukkan tvö í fyrrinótt. Þeir skutu upp hurð til að komast inn í íbúðina með tveimur skotum úr haglabyssunni og gengu í skrokk á húsráðanda. Ungt par var í íbúðinni, konan náði að forða sér út en mennirnir handleggsbrutu manninn og veittu honum skurð á enni. Nágranni sem taldi sig hafa heyrt skothvelli hringdi í lögregluna sem sendi fjölda vopnaðra sérsveitarmanna á staðinn. Mennirnir voru horfnir af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Húsráðandi gat borið kennsl á þá sem voru að verki og hófst strax leit að mönnunum sem flestir hafa áður komið við sögu lögreglu. Skýrslur voru teknar af nokkrum mönnum, sem grunaðir eru um húsbrotið, í gær og á eftir að taka skýrslur af fleirum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni vildi ekki tjá sig um árásina en honum var augljóslega brugðið. Handleggsbrotið og áverkinn, sem maðurinn fékk á ennið, voru veitt með barefli líklega golfkylfu sem tekin hafði verið úr golfsetti fyrir innan útidyrnar. Lögregla tók einnig til skoðunar hamar sem fannst í íbúðinni en óvíst er hvort árásarmennirnir beittu honum. Haglaskot eins og notuð eru við gæsaveiðar voru í haglabyssunni sem var skotið af. Rottweilerhundur húseigandans virðist ekki hafa ráðist að árásarmönnunum. Nágranni sem Fréttablaðið ræddi við segist rétt hafa rumskað við einhver læti og óp í konu en segir eiginmann sinn hafa heyrt mikil slagsmálalæti. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki liggja fyrir hvert tilefni árásarinnar var. En segir öll mál sem þessi vera litin mjög alvarlegum augum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira