Upptökin rakin til sígarettuglóðar 5. desember 2004 00:01 Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir það ganga kraftaverki næst að ekki skyldu fleiri farast í húsbrunanum á Sauðárkróki í gærmorgun. Helgistund verður í Sauðárkrókskirkju í dag vegna slyssins en þar lést 21 árs gamall piltur sem var til heimilis í íbúðarhúsinu sem brann. Rannsókn á eldsupptökunum stendur yfir og beinist grunur manna að því að eldsupptök megi rekja til þess að sígarettuglóð hafi komist í sófa. Fjöldi ungmenna hafði verið í húsinu í samkvæmi sem stóð fram eftir nóttu. Þegar eldurinn kom upp voru fjögur ungmenni þar enn, þrír piltar og ein stúlka. Sá sem lést fannst í stofu á neðri hæð. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að slökkviliðsmenn og nágrannar hafi unnið þrekvirki við bjarga hinum út. Þannig hafi reykkafarar náð einum pilti út meðvitundarlausum og nágranna gripið stúlku eftir að hafa manað hana til að stökkva út um glugga af annarri hæð. „Það er með eindæmum að þetta skyldi hafa tekist. Það er aðdáunarvert að reykkafararnir skuli hafa getað farið inn í húsið og bjargað meðvitundarlausum piltinum út úr húsinu og komið lífi í hann,“ segir Björn. Pilturinn sem fluttur var til Reykjavíkur með sjúkraflugi er á batavegi. Að sögn Björns gengur það kraftaverki næst að ekki fór enn verr í þessu skelfilega slysi. Björn segir sorg ríkja á Sauðárkróki. Í gær átti að kveikja á jólatréi í bænum en því var frestað til dagsins í dag. Athöfnin mun hefjast með helgistund í Sauðárkrókskirkju. Hægt er að hlusta á viðtal við Björn úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir það ganga kraftaverki næst að ekki skyldu fleiri farast í húsbrunanum á Sauðárkróki í gærmorgun. Helgistund verður í Sauðárkrókskirkju í dag vegna slyssins en þar lést 21 árs gamall piltur sem var til heimilis í íbúðarhúsinu sem brann. Rannsókn á eldsupptökunum stendur yfir og beinist grunur manna að því að eldsupptök megi rekja til þess að sígarettuglóð hafi komist í sófa. Fjöldi ungmenna hafði verið í húsinu í samkvæmi sem stóð fram eftir nóttu. Þegar eldurinn kom upp voru fjögur ungmenni þar enn, þrír piltar og ein stúlka. Sá sem lést fannst í stofu á neðri hæð. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að slökkviliðsmenn og nágrannar hafi unnið þrekvirki við bjarga hinum út. Þannig hafi reykkafarar náð einum pilti út meðvitundarlausum og nágranna gripið stúlku eftir að hafa manað hana til að stökkva út um glugga af annarri hæð. „Það er með eindæmum að þetta skyldi hafa tekist. Það er aðdáunarvert að reykkafararnir skuli hafa getað farið inn í húsið og bjargað meðvitundarlausum piltinum út úr húsinu og komið lífi í hann,“ segir Björn. Pilturinn sem fluttur var til Reykjavíkur með sjúkraflugi er á batavegi. Að sögn Björns gengur það kraftaverki næst að ekki fór enn verr í þessu skelfilega slysi. Björn segir sorg ríkja á Sauðárkróki. Í gær átti að kveikja á jólatréi í bænum en því var frestað til dagsins í dag. Athöfnin mun hefjast með helgistund í Sauðárkrókskirkju. Hægt er að hlusta á viðtal við Björn úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira