Fjöldasöngspartí ársins 6. desember 2004 00:01 Starfsfólk kirknanna hefur í mörg horn að líta um jól og þar eru organistarnir í stóru hlutverki. Verkefnin eru ærin í desember, aðventukvöld og jólatónleikar í viðbót við hefðbundnar og óhefðbundnar messur. Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju, nýtur þó hverrar mínútu og finnst hann njóta forréttinda að vera í þessu starfi. "Desember er undirlagður," segir hann. "Það byrjar með leikskóla- og skólaheimsóknum og auðvitað aðventukvöldinu fyrstu helgi í desember. Svo eru jólatónleikar hjá okkur 12. desember sem við köllum kirkjulega jólasveiflu og þar höfum við fengið eðalfólk til liðs við okkur." Guðmundur segir að kórinn byrji æfingar á jólaprógramminu í september en það örli ekki á leiða þegar líður nær jólum. "Þetta eru stór verk sem við byrjum að æfa svona snemma en við þurfum nú bara að dusta rykið af jólasálmunum, þeir eru á harða diskinum," segir hann hlæjandi. Jólin sjálf eru svo aðalannatíminn. "Ég er mættur í kirkjuna um hádegi á aðfangadag til að undirbúa messuna. Foreldrar mínir koma til messu en ég held jól með þeim, enn sem komið er," segir Guðmundur leyndardómsfullur og viðurkennir að hann eigi kærustu sem hann muni vonandi eiga jólin með næst. "Rjúpan er tilbúin þegar við komum heim og ekkert sem þarf að gera nema að hita sósuna. Ég tek því svo rólega á aðfangadagskvöld, því við erum ekki með miðnæturmessu í Bústaðakirkju. Jóladagur og annar í jólum fara mestan part í kirkjuna, en ég skýst í jólaboð á milli og tek plastið utan af jólabókunum. Mér tekst yfirleitt ekki að lesa þær fyrr en síðar." Guðmundur segist ekki vita neitt skemmtilegra en jólaundirbúninginn í kirkjunni. "Það er svo mikil gleði í fólki og ofboðslega gaman að fá að spila á öllum röddum á orgelið og bara nógu hátt. Þetta er fjöldasöngspartí ársins," segir hann og skellihlær. "Ólýsanleg stemning." Guðmundur segist upplifa súrrealískt spennufall fyrstu vikuna í janúar. "Ég er að spá í að fara eitthvert í frí í ár, það hef ég aldrei gert áður." Jól Mest lesið Jóladagatal - 24. desember - Malt og appelsín Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Lystaukandi forréttir Jól Sálmur 94 - Jesús, þú ert vort jólaljós Jól Hnoðuð terta Jól Grýla reið fyrir ofan garð Jól Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Kennsla í gerð aðventukransa Jól
Starfsfólk kirknanna hefur í mörg horn að líta um jól og þar eru organistarnir í stóru hlutverki. Verkefnin eru ærin í desember, aðventukvöld og jólatónleikar í viðbót við hefðbundnar og óhefðbundnar messur. Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bústaðakirkju, nýtur þó hverrar mínútu og finnst hann njóta forréttinda að vera í þessu starfi. "Desember er undirlagður," segir hann. "Það byrjar með leikskóla- og skólaheimsóknum og auðvitað aðventukvöldinu fyrstu helgi í desember. Svo eru jólatónleikar hjá okkur 12. desember sem við köllum kirkjulega jólasveiflu og þar höfum við fengið eðalfólk til liðs við okkur." Guðmundur segir að kórinn byrji æfingar á jólaprógramminu í september en það örli ekki á leiða þegar líður nær jólum. "Þetta eru stór verk sem við byrjum að æfa svona snemma en við þurfum nú bara að dusta rykið af jólasálmunum, þeir eru á harða diskinum," segir hann hlæjandi. Jólin sjálf eru svo aðalannatíminn. "Ég er mættur í kirkjuna um hádegi á aðfangadag til að undirbúa messuna. Foreldrar mínir koma til messu en ég held jól með þeim, enn sem komið er," segir Guðmundur leyndardómsfullur og viðurkennir að hann eigi kærustu sem hann muni vonandi eiga jólin með næst. "Rjúpan er tilbúin þegar við komum heim og ekkert sem þarf að gera nema að hita sósuna. Ég tek því svo rólega á aðfangadagskvöld, því við erum ekki með miðnæturmessu í Bústaðakirkju. Jóladagur og annar í jólum fara mestan part í kirkjuna, en ég skýst í jólaboð á milli og tek plastið utan af jólabókunum. Mér tekst yfirleitt ekki að lesa þær fyrr en síðar." Guðmundur segist ekki vita neitt skemmtilegra en jólaundirbúninginn í kirkjunni. "Það er svo mikil gleði í fólki og ofboðslega gaman að fá að spila á öllum röddum á orgelið og bara nógu hátt. Þetta er fjöldasöngspartí ársins," segir hann og skellihlær. "Ólýsanleg stemning." Guðmundur segist upplifa súrrealískt spennufall fyrstu vikuna í janúar. "Ég er að spá í að fara eitthvert í frí í ár, það hef ég aldrei gert áður."
Jól Mest lesið Jóladagatal - 24. desember - Malt og appelsín Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Lystaukandi forréttir Jól Sálmur 94 - Jesús, þú ert vort jólaljós Jól Hnoðuð terta Jól Grýla reið fyrir ofan garð Jól Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Kennsla í gerð aðventukransa Jól